Alexanderplatz
Útlit


Alexanderplatz er stórt torg og samgöngumiðstöð í miðborg Berlínar í hverfinu Mitte. Það er mjög nálægt sjónvarpsturninum. Maríukirkjan í Berlín er við torgið. Berlínarbúar tala oft um torgið sem „Alex“ og eiga þá bæði við torgið og nánasta umhverfi þess frá Mollstraße í norðaustri til Spandauer Straße og Ráðhússins í suðvestri.