Aldwych
Útlit

Aldwych er staður og gata í Westminster í London í Englandi. Gatan er hálfmáni sem tengist við Strand á báðum endum. Waldorf Hilton-hótelið og Efnahagsmálaháskólinn í London eru við götuna.
Nafnið er úr fornensku orðunum eald og wic sem þýða „gömul byggð“. Árið 1211 var umdæmið kallað Aldewich.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Aldwych.