Fara í innihald

AFS

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
AFS Arrival Camp í Linz í Austurríki 2006

AFS eða Alþjóðleg fræðsla og samskipti eru alþjóðleg fræðslusamtök sem veita unglingum á aldrinum 15-18 kost á skiptinámi í öðrum löndum. Samtökin starfa nú í 60 þjóðlöndum í öllum heimsálfum.

AFS voru stofnuð 1915 af A. Piatt Andrew, prófessor í þjóðhagfræði við Harvard-háskóla. Samtökin hétu áður American Field Service og voru samtök sjúkrabílstjóra sem störfuðu m.a. á vegum bandamanna í fyrri og seinni heimstyrjöldinni. Eftir fyrra stríð hófu samtökin að styrkja nemendur til náms í Frakklandi og 1946 var komið á fót skiptinemaarmi samtakanna. Ári síðar komu fyrstu skiptinemarnir frá ýmsum þjóðlöndum til náms í Bandaríkjunum. Síðan hafa samtökin þróast í að vera alfarið skiptinemasamtök og eru nú þau umfangsmestu sinnar tegundar í heiminum.

AFS á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

AFS hóf starfsemi á Íslandi 1957, en það ár héldu fyrstu átta íslensku skiptinemarnir til Bandaríkjanna. Starfsemi félagsins hefur vaxið jafnt og þétt síðan þá og sendir AFS á Íslandi nú árlega út 120-160 skiptinema og tekur á móti 40-50 erlendum nemum. Félagið er með höfuðstöðvar í Skipholti í Reykjavík en sérstakar deildir starfa á vegum þess á höfuðborgarsvæðinu, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi.