Fara í innihald

ADEM

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Acute disseminated encephalomyelitis (ADEM), eða bráða, dreifð heila- og mænubólga, er sjaldgæfur mýliseyðandi sjúkdómur sem einkennist af bólgu í heila og mænu. Adem-sjúkdómurinn er talinn ástæða fyrir allt að þriðjungi greindra tilfella af heilabólgu. Hann stafar af skemmdum á mýlislíðri í heila og mænu. Talið er að þessar skemmdir verði vegna viðbrögð ónæmiskerfisins sem beinast gegn eigin heila. Ekki hefur tekist að einangra sýkill úr vefjasýni sjúklinga og við smásjárskoðun sést að hvítfrumur blóðsins hafa gert innrás í heilavef og eyðilagt mýlið.

ADEM getur komið í kjölfar veiru- eða bakteríusýkingar eða eftir bólusetningu en stundum eru ekki neinar þekktar orsakir. Meðgöngutími sjúkdóms er oftast frá nokkrum dögum upp í tvær til þrjár vikur.

Sjúkdómurinn lýsir sér oftast með einkennum eins og sótthita, höfuðverk, stífum hálsi, uppköstum og lystarleysi. Seinna bætist við skert meðvitund. Á þessu Taugalæknisfræðileg skoðun sýnir oft ýmis einkenni á taugakerfi eins og tvíhliða sjóntaugabólgu, óregluhreyfingu útlima, klunnalegt göngulag, lömun útlims eða helftarlömun og flog.

  • „Hvað getið þið sagt mér um ADEM?“. Vísindavefurinn.