217
Útlit
Árþúsund: | 1. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
217 (CCXVII í rómverskum tölum) var 17. ár 3. aldar og hófst á miðvikudegi samkvæmt júlíanska tímatalinu. Í Rómaveldi var það þekkt sem ræðismannsár Praesens og Extricatusar eða sem 970 ab urbe condita. Það hefur verið þekkt sem árið 217 frá því snemma á miðöldum þegar Anno Domini-tímatalið, hið Kristna tímatal, var tekið upp í Evrópu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 8. apríl - Caracalla var myrtur af hermönnum sínum við Edessa. Foringi Pretóríuvarðarins, Marcus Opellius Macrinus, lýsti sig keisara.
- Julia Domna, móðir Caracalla, framdi sjálfsmorð þegar hún frétti lát sonar síns.
- Sumarið - Orrustan við Nisibis: Macrinus var sigraður eftir þriggja daga orrustu við Parþa.
- Artabanus 5., konungur Parþa, gerði friðarsamning við Rómaveldi og fékk 200 milljón sestertur í bætur fyrir stríðið í Parþíu.
- Hringleikahúsið Colosseum eyðilagðist í eldi eftir að eldingu laust niður í það.
- 20. desember - Kallixtus 1. var kjörinn páfi en Hippólýtus af Róm gerðist mótpáfi í andstöðu við hann.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- Fu Xuan, kínverskt skáld (d. 278).
- Hua He, ráðherra í Wu (d. 279).
- Jia Chong, herforingi Jin-veldisins (d. 282).
- Wang Yuanji, eiginkona herforingjans Sima Zhao (d. 268).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 8. apríl - Caracalla, Rómarkeisari (f. 188).
- Sefýrínus páfi.
- Chen Lin, ráðherra Hanveldisins.
- Julia Domna, keisaraynja í Róm (f. 170).
- Ling Tong, herforingi Sun Quan (f. 189).
- Lu Su, ráðgjafi Sun Quan (f. 172).
- Sima Lang, embættismaður Hanveldisins (f. 171).
- Wang Can, kínverskt skáld og embættismaður Cao Wei (f. 177).