1480
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1480 (MCDLXXX í rómverskum tölum)
Ísland
[breyta | breyta frumkóða]- Íslendingar sendu kvörtunarbréf til Kristjáns 1. Danakonungs um vetursetu útlendinga, sem þeir segja til stórskaða fyrir landið, meðal annars vegna þess að þeir lokki til sín vinnufólk frá bændum.
- Á Alþingi skiptu tólf menn sem til þess voru skipaðir eignum Guðmundar Arasonar ríka, sem gerður var útlægur 1446, í þrjá hluta samkvæmt konungsbréfi, milli Solveigar dóttur hans, erfingja Björns Þorleifssonar hirðstjóra og svo Kristjáns 1. konungs sjálfs. Skiptin voru Solveigu mjög hagstæð og fékk hún margfaldan hlut á við hina.
- Þorleifur Björnsson sigldi á konungsfund til að reyna að fá skiptin eftir Guðmund ríka gerð ógild.
- Október - Ólafur Rögnvaldsson Hólabiskup lét menn fara að Bjarna Ólasyni og handsama hann vegna Hvassafellsmála.
- (líklega) Torfajökull gaus.
- Eyjólfur Einarsson varð lögmaður sunnan og austan.
Fædd
- Jón Magnússon, lögréttumaður á Svalbarði og ættfaðir Svalbarðsættar (d. 1564).
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 23. maí - Mehmed 2. soldán sendi her Osmanaríkisins til að reyna að ná Ródos. Umsátri þeirra um Ródosborg lauk þó eftir að herinn gerði árangurslaust áhlaup 28. júlí. Það var ekki fyrr en 1522 sem Ródos féll í hendur Osmana.
- Þær rústir sem enn stóðu af vitanum í Alexandríu voru notaðar til að byggja virki.
- Spænski rannsóknarrétturinn stofnaður af Ferdinand og Ísabellu.
- Staðan mikla við Úgrafljót leiðir til þess að Rússland öðlast sjálfstæði frá Gullnu hirðinni.
Fædd
- 10. janúar - Margrét af Austurríki, ríkisstjóri Niðurlanda (d. 1530).
- 18. apríl - Lucrezia Borgia, ítölsk hefðarkona, dóttir Alexanders VI páfa (d. 1519).
- Ferdinand Magellan, portúgalskur landkönnuður (d. 1521).
Dáin