Þingsályktun
Þingsályktun er samþykkt Alþingis sem ekki þarf staðfestingar forseta Íslands, ólíkt almennum lögum. Þær geta haft þýðingu sem réttarheimild. Þingsályktunartillögur eru þannig eins konar viljayfirlýsing af hálfu löggjafarvaldsins. Sem dæmi um þingsályktunartillögur sem hafa haft sögulega þýðingu má nefna þingsályktun um niðurfellingu dansk-íslenska sambandslagasamninginn frá 1918, nr. 32/1944, þingsályktun um gildistöku lýðveldisstjórnarskrárinnar, nr. 33/1944 og þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.[1] Þann 29. nóvember 2011 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um viðurkenningu á Palestínuríki með landamæri fyrir Sex daga stríðið 1967. Ísland varð þar með fyrst Vestur-Evrópskra ríkja til þess að viðurkenna ríki Palestínumanna.[2]
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Gunnar G. Schram. Stjórnskipunarréttur. (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1997).