Öxarfjörður
Útlit



Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Öxarfjörður.
Öxarfjörður er einn af fjörðum Íslands og liggur á milli Tjörness og Melrakkasléttu á norðausturhorni Íslands. Fjörðurinn er stuttur og breiður og mætti allt eins kallast flói, við hann liggur Kópasker.
Landnámsmenn í Öxarfirði voru þeir Einar Þorgeirsson, sem hét eftir afa sínum hálfbróður Göngu-Hrólfs, og bræðurnir Vestmaður og Vémundur. Þeir komu frá Orkneyjum, sigldu norður um land og byggðu fyrstir fjörðinn og gáfu honum nafn.
