Össur Geirsson
Útlit
Össur Geirsson (fæddur 1961) er íslenskur básúnuleikari, útsetjari og tónlistarkennari. Hann lauk burtfararprófi í útsetningum frá Tónlistarskóla FÍH árið 1987 og blásarakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1988. Hann hefur verið málmblásarakennari við Skólahljómsveit Kópavogs frá árinu 1987, og aðalstjórnandi og skólastjóri hennar frá 1993. Össur hefur komið fram með ýmsum tónlistarhópum sem stjórnandi, útsetjari eða hljóðfæraleikari, t.d. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Stórsveit Reykjavíkur, Hljómsveit Íslensku Óperunnar og hjá Þjóðleikhúsinu. Össur hefur einnig leikið inná fjölmargar hljómplötur, m.a. hjá Bubba Morthens, Stuðmönnum og Todmobile.