Þjóðhöfðingjar Danmerkur
Danakonungar hafa í gegnum tíðina ríkt yfir Danmörku og stórum hlutum Norðurlanda, svo sem Noregi, Íslandi, Skáni, einnig Eistlandi og víðar. Um stutt skeið eftir víkingaöld ríktu þeir í Englandi, fyrst að hluta, síðan landinu öllu á tímum Knúts ríka. Þeir áttu einnig lengi ítök í hertogadæmunum Slésvík og Holtsetalandi. Venjan er að telja konungaröðina hefjast með Gormi hinum gamla sem kom frá Englandi um árið 936 og Saxo Grammaticus nefnir Gorm enska. Á undan honum er röð sagnkonunga sem virðast sumir hverjir helst eiga sér fyrirmyndir í smákóngum eða héraðshöfðingjum. Þetta á t.d. við um Ragnar loðbrók.
Danmörk er með elstu konungsríkjum í heimi sem hefur haft samfellda röð kónga og drottninga fram á þennan dag. Aðeins japanska keisaraveldið er eldra. Konungar Danmerkur hafa skipst á að heita Kristján eða Friðrik frá því á 16. öld.
Frá 1413 hafa Danakonungar og -drottningar verið grafin í Hróarskeldudómkirkju. Safn tileinkað sögu dönsku krúnunnar, De danske kongers kronologiske samling, er í Rósenborgarhöll.
Röð Danakonunga
Gormsætt
- Um 936 – um 958: Gormur gamli
- Um 944 – um 980: Haraldur blátönn
- Um 990 – 1014: Sveinn tjúguskegg
- 1014 – 1018: Haraldur 2.
- 1018 – 1035: Knútur ríki
- 1035 – 1042: Hörða-Knútur
- 1042 – 1047: Magnús góði
Sveinsætt
- 1047 – 1076: Sveinn Ástríðarson eða Sveinn Úlfsson
- 1076 – 1080: Haraldur hein
- 1080 – 1086: Knútur helgi eða Knútur Sveinsson
- 1086 – 1095: Ólafur hungur eða Ólafur Sveinsson
- 1095 – 1103: Eiríkur góði
- 1104 – 1134: Níels eða Nikulás Sveinsson
- 1134 – 1137: Eiríkur eymuni
- 1137 – 1146: Eiríkur lamb
- 1146 – 1157: Sveinn Eiríksson Grathe og Knútur Magnússon
- 1154 – 1182: Valdimar mikli Knútsson
- 1182 – 1202: Knútur 6.
- 1202 – 1241: Valdimar sigursæli
- 1241 – 1250: Eiríkur plógpeningur
- 1250 – 1252: Abel Valdimarsson
- 1252 – 1259: Kristófer 1.
- 1259 – 1286: Eiríkur klipping
- 1286 – 1319: Eiríkur menved
- 1320 – 1326: Kristófer 2.
- 1326 – 1329: Valdimar 3.
- 1329 – 1332: Kristófer 2.
- 1332 – 1340: Danmörk án konungs og undir stjórn greifanna í Holtsetalandi.
- 1340 – 1375: Valdimar atterdag
Kalmarsambandið
- 1376 – 1387: Ólafur 2.
- 1387 – 1412: Margrét Valdimarsdóttir mikla
- 1396 – 1439: Eiríkur af Pommern
- 1440 – 1448: Kristófer af Bæjaralandi
Aldinborgarar
- 1448 – 1481: Kristján 1.
- 1481 – 1513: Hans
- 1513 – 1523: Kristján 2.
- 1523 – 1533: Friðrik 1.
- 1534 – 1559: Kristján 3.
- 1559 – 1588: Friðrik 2.
- 1588 – 1648: Kristján 4.
- 1648 – 1670: Friðrik 3.
- 1670 – 1699: Kristján 5.
- 1699 – 1730: Friðrik 4.
- 1730 – 1746: Kristján 6.
- 1746 – 1766: Friðrik 5.
- 1766 – 1808: Kristján 7.
- 1808 – 1839: Friðrik 6.
- 1839 – 1848: Kristján 8.
- 1848 – 1863: Friðrik 7.
Lukkuborgarar
- 1863 – 1906: Kristján 9.
- 1906 – 1912: Friðrik 8.
- 1912 – 1947: Kristján 10.
- 1947 – 1972: Friðrik 9.
- 1972 – 2024 : Margrét Þórhildur
- 2024 – : Friðrik 10.