Fara í innihald

Ángel Romano

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Ángel Romano
Upplýsingar
Fullt nafn Sábato Ángel Romano
Fæðingardagur 2. ágúst 1893(1893-08-02)
Fæðingarstaður    Montevídeó, Úrúgvæ
Dánardagur    22. ágúst 1972 (79 ára)
Dánarstaður    Montevídeó, Úrúgvæ
Leikstaða Innframherji
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1910 Nacional -
1911-13 CURCC -
1913-15 Boca Juniors -
1915-30 Nacional -
Landsliðsferill
1911-1927 Úrúgvæ 70 (28)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Alfredo Ángel Romano (f. 2. ágúst 1893 - d. 22. ágúst 1972) var knattspyrnumaður frá Úrúgvæ, sem lék oftast nær sem kantmaður. Hann var í sigurliði Úrúgvæ á Ólympíuleikunum 1924 í París og enn í dag fimmti markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.

Ævi og ferill

Ángel Romano í leik með úrúgvæska landsliðinu.

Ángel Romano fæddist í Montevideo árið 1893 og hóf keppnisferil sinn rétt um sautján ára gamall hjá Nacional. Þaðan lá leiðin til Central Uruguay Railway Cricket Club sem var stórveldi í árdaga knattspyrnunnar í Úrúgvæ. Frá 1913-15 var hann í herbúðum Boca Juniors í Argentínu en að því loknu gekk hann aftur til liðs við Nacional og lék undir þeirra merkjum allt til loka ferilsins árið 1930, á þeim tíma varð hann átta sinnum úrúgvæskur meistari, en fyrir átti hann einn titil með C.U.R.C.C.

Landsliðsferill Romano hófst þegar árið 1911 og stóð til 1927. Á þeim tíma lék hann 70 landsleiki og skoraði í þeim 28 mörk. Meðal afreka hans á því tímabili var að vinna Copa America sex sinnum. Hann var jafnframt í liðinu sem varð Ólympíumeistari árið 1924, en frammistaða Úrúgvæ þar varð til þess að koma Suður-Ameríku á kortið í heimsfótboltanum.

Ángel Romano var einn fyrsti suður-ameríski knattspyrnumaðurinn til að fá viðurnefnið „El Loco“ (sá kolóði), með vísun í hversu óútreiknanlegur og sókndjarfur hann var, en ótalmargir fótboltamenn frá þeim slóðum hafa síðar fengið þá nafnbót.

Heimildir