Fara í innihald

Tsunami

Úr Wikibókunum

Hvað er Tsunami

[breyta]

Tsunami eru stórar flóðbylgjur sem geta til dæmis myndast við:

  • jarðskjálfta á hafsbotni
  • eldgos á hafsbotni
  • neðansjávarskriður
  • loftsteina

Tsunami er japanskt orð sem má þýða beint sem hafnarbylgja, tsu=höfn og nami=bylgja. Ástæða þess að þessi tegund af flóðbylgjum fékk þetta nafn er að yfirleitt eru flóðbylgjurnar stærstar þar sem hafnir eru (í skjóli milli fjalla eða hæða) eða í mjóum fjörðum.

Yfirleitt kemur ekki stök flóðbylgja heldur nokkrar bylgjur í röð. Úti á hafi er hæð flóðbylgjanna ekki mikil en eftir því sem flóðbylgjan kemur nær landi verður hæð hennar meiri.

Hraði tsunami getur náð allt að 800 km á klukkustund úti á opnu hafi og hæðin verið á milli 90 og 180 cm. Nær ströndinni hægist á flóðbylgjunni og hraðinn minnkar niður í 50 km á klukkustund eða minna og hæðin verður yfirleitt ekki meiri en 30 m en getur þó orðið meiri í sjaldgæfum tilvikum. [1]

Emerging Giant—A Tsunami Races across the Ocean

Fyrirboðar

[breyta]
Shallow water wave

Áður en tsunami skellur á ströndinni gætu verið einhverjir fyrirboðar. Til dæmis jarðskjálftar eða ef sjórinn hverfur af ströndinni þá gæti það þýtt að tsunami væri á næsta leyti. Ástæða þess að sjórinn getur horfið af ströndinni áður en flóðbylgjan skellur á er að bylgjudalurinn getur komið að ströndu á undan bylgjutoppinum. Á stöðum þar sem flóðbylgjur eru algengar eru oft viðvörunarkerfi sem fara af stað og er fólk þá hvatt til að leita hærra upp í landslaginu til þess að forðast flóðbylgjuna. Sumir vilja meina að dýr skynji hættuna á undan mannfólkinu og með því að skoða hegðun þeirra megi spá fyrir um tsunami áður en hún skellur á landi. [1]

Hvar verða tsunami helst

[breyta]
Pacific Ring of Fire

Mestar líkur á tsunami er á stöðum þar sem flekmót úthafs-og úthafsfleka eða úthafs-og meginlandsfleka eru. Á Kyrrahafshringnum og í Indlandshafi verða margir stórir jarðskjálftar þar sem tsunami getur myndast. Ástæða þess að stórir skjálftar verða á flekamótum þar sem úthafsfleki kemur við sögu er að þar verður rétta hreyfingin sem verður til þess að koma flóðbylgjunni af stað. Þegar jarðskjálftinn verður verður lóðrétt hreyfing á hafsbotni sem verður til þess að lyfta vatnsmassanum fyrir ofan þar sem jarðskjálftinn á sér stað. Þessi lyfting verður til þess að flóðbylgja byrjar að myndast, fyrst er þetta bara lítil hreyfing en eftir því sem flóðbylgjan kemur nær landi verður hún stærri. [1]

Mannskæðustu tsunami síðustu áratuga

[breyta]

Þegar tsunami gengur á land á þéttbyggðum svæðum getur það haft mikil áhrif. Oft er stuttur fyrirvari þannig að fólk hefur ekki tíma til að koma sér hærra upp í landslagið. Á undanförnum tuttugu árum hafa orðið tvær mannskæðar flóðbylgjur.


Indlandshaf, 2004

[breyta]
Aceh 2004 tsunami standing mosque USGS

Jólin 2004 varð jarðskjálfti fyrir utan strendur Súmötru, Indónesíu. Um 235 þúsund manns létust eða týndust í flóðbylgjunni sem fylgdi jarðskjálftanum. Engin aðvörun var gefin og er það hluti af skýringunni af hverju svona margir létust. Mikið af ferðamönnum var á svæðinu í tilefni jólanna, talið er að um 9 þúsund ferðamenn hafi látist. Hæsta hæð flóðbylgjanna var í Aceh þar sem talið er að stærstu bylgjurnar hafi náð 30 m hæð. Lengst náði vatnið 2 km inn í land.

Það er talið að um 1600 km löng sprunga hafi færst úr stað um 15 m í skjálftanum. Vegna þess stærðar sprungunnar myndaðist lengri flóðbylgja sem hafði áhrif á stærra landsvæði en hún hefði annars gert. Flóðbylgjan náði til Mexíkó, Chile og Suðurskautslandsins. Það tók flóðbylgjuna 15 mínútur að komast að landi þar sem var vart við hana fyrst en 7 klukkutíma þar sem hún kom síðast að landi.

Það voru engin flóðaviðvörunarkerfi til þess að vara fólk við hættunni, það var helst á svæðum þar sem flóðbylgjur hafa myndast reglulega að fólk vissi hvað það ætti að gera eftir að hafa fundið fyrir jarðskjálftanum. Flóðbylgjan hafði mikil áhrif á vistkerfi strandsvæðanna, saltvatn endaði sum staðar í grunnvatninu og mikið salt varð eftir í jörðinni sem gerir alla ræktun erfiðari. [2]


Japan, 2011

[breyta]
Soil-liquefaction at Shinkiba after 2011 Tohoku Pacific Ocean offshore earthquake

Í Japan 2011 létust um 20 þúsund manns eftir jarðskjálfta á hafsbotni. Í jarðskjálftanum lyftist sjávarbotninn upp um 6-8 m og það olli flóðbylgjunni sem varð hæðst tæplega 40 m í Miayko borg. Flóðavarnir héldu ekki þar sem landið lækkaði í jarðskjálftanum og náði sjórinn því að flæða yfir flóðavarnir sem hefðu annars að öllum líkindum haldið. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út og margir náðu að koma sér ofar í landslaginu áður en flóðbylgjan skall á.

Jarðskjálftinn hafði þau áhrif að halli jarðar breyttist og dagurinn styttist um 1,8 milli sekúndu. Jarðskjálftinn varði óvenju lengi eða um 6 mínútur, ástæðan fyrir þessu var að þetta var ekki einn stakur skjálfti heldur margir sem urðu nánast samtímis eða með litlu millibili.

Í kringum Tókýó breyttist jarðvegur úr föstu formi í fljótandi form en þetta er þekkt að geti gerst í mjög stórum skjálftum.

Flóðbylgjan olli kjarnorkuslysi í Fukushima Daiichi sem hafði áhrif á hundruði þúsunda af fólki sem bjó í nágrenninu. Sama dag og jarðskjálftinn varð í Japan mynduðust fór sjórinn að hegða sér skringilega í nokkrum fjörðum í Noregi. Eftir tveggja ára rannsókn komust vísindamenn að því jarðskjálftinn í Japan hefði haft þessi áhrif á sjóinn í Noregi. [3]

Krossapróf

[breyta]


Ítarefni

[breyta]

Listi yfir tsunami

Hvernig myndast flóðbylgur - Vísindavefurinn

Flóðbylgjur á Íslandi

Heimildaskrá

[breyta]
  1. 1,0 1,1 1,2 https://en.wikipedia.org/wiki/Tsunami#Warnings_and_predictions
  2. https://en.wikipedia.org/wiki/2004_Indian_Ocean_earthquake_and_tsunami
  3. https://en.wikipedia.org/wiki/2011_T%C5%8Dhoku_earthquake_and_tsunami