Vatnajökull
64°24′00″N 16°48′00″V / 64.40000°N 16.80000°V
Vatnajökull | |
Vatnajökull | |
Hæð | 2,11 km yfir sjávarmáli |
Staðsetning | Ísland |
Vatnajökull (fyrrum nefndur Klofajökull[1]) er þíðjökull staðsettur á suðausturhluta Íslands innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann er stærsti jökull landsins bæði að flatarmáli og rúmmáli og þriðji stærsti jökull Evrópu að flatarmáli. Hæð jökulsins er yfirleitt 1,4–1,8 kílómetrar yfir sjávarmáli.[2]
Stærsti jökull Evrópu er Severny-jökull á Novaya Zemlya, Rússlandi, sem er 20.500 km² að flatarmáli. Annar stærsti er Austfonna á Nordaustlandet á Svalbarða, 7.800 km² (2012)[3] eða 2.500 km³[4]. Flatarmál Vatnajökuls mældist 7.700 km² árið 2021 [5] og er hann um 3.000 km²[6]. Meðalþykkt hans er um 400 metrar en mesta þykkt hans er allt að 1 kílómetra. Vatnajökull er stærstur jökla Evrópu utan heimskautasvæðanna.
Saga jökulsins
[breyta | breyta frumkóða]Fyrir 14. öld var Vatnajökull mun minni en hann er nú. Síðan um 1930 hefur hann verið í stöðugri rýrnun, en þá mun stærð hans hafa verið í hámarki.[heimild vantar]
Eldvirkni
[breyta | breyta frumkóða]Undir Vatnajökli eru einhverjar mestu eldstöðvar landsins, Grímsvötn er þeirra þekktust ásamt Öræfajökli. Einnig má nefna Gjálp og Þórðarhyrnu og Bárðarbungu. Gos úr Vatnajökli hafa komið í hrinum í tímans rás.
Þjóðgarðar
[breyta | breyta frumkóða]Hluti jökulsins í kringum Skaftafell var gerður að þjóðgarði árið 1967. 28. október 2004 varð allur syðri hluti Vatnajökuls hluti af þjóðgarðinum í Skaftafelli. Árið 2007 varð svo allur Vatnajökull þjóðgarður með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli og Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum urðu þá einnig hluti Vatnajökulsþjóðgarðs.[7]
Skriðjöklar
[breyta | breyta frumkóða]Út frá Vatnajökli ganga um það bil 30 skriðjöklar. Hér á eftir fylgir listi yfir skriðjökla sem falla frá Vatnajökli, skipt niður eftir stjórnunarumdæmum Vatnajökulsþjóðgarðs[8]. Þetta er ekki tæmandi listi.
Suðursvæði
- Austurtungnajökull
- Breiðamerkurjökull
- Brókarjökull
- Falljökull
- Fjallsjökull
- Fláajökull
- Heinabergsjökull
- Hoffellsjökull
- Hólárjökull
- Hrútárjökull
- Kvíárjökull
- Lambatungnajökull
- Morsárjökull
- Skaftafellsjökull
- Skálafellsjökull
- Skeiðarárjökull
- Stigárjökull
- Suðurfjallsjökull
- Súlujökull
- Svínafellsjökull
- Vesturdalsjökull
- Viðborðsjökull
- Virkisjökull
- Öræfajökull (er syðsti hluti Vatnajökuls en er þó ekki skriðjökull).
- Öxarfellsjökull
Austursvæði
Norðursvæði
Vestursvæði
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Var einu sinni íslaus dalur í miðjum Vatnajökli?Vísindavefur, skoðað 16. apríl, 2020
- ↑ [1] Mbl.is. Skoðað 30. janúar, 2016.
- ↑ Moholdt, G. & Kääb, A. A new DEM of the Austfonna ice cap by combining differential SAR interferometry with ICESat laser altimetry. Polar Res 31, 18460, https://doi.org/10.3402/polar.v31i0.18460 (2012).
- ↑ „Rapid dynamic activation of a marine‐based Arctic ice cap“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8 nóvember 2020. Sótt 20 apríl 2020.
- ↑ Vatnajökull, fræðsla Vatnajökulsþjóðgarður
- ↑ Vatnajökull staðreyndir Vatnajökulsþjóðgarður, sótt 20. apríl 2020
- ↑ Fræðsla og fróðleikur Geymt 15 ágúst 2012 í Wayback Machine, skoðað 27. október 2012.
- ↑ „Heildarkort“. Vatnajökulsþjóðgarður, Skoðað 25. október 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 10 júní 2015. Sótt 27 október 2012.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Fræðsluvefur Hörfandi jökla samvinnuverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs og Veðurstofu Íslands, unnið í samvinnu við Náttúrustofu Suðausturlands og Jöklahóp Jarðvísindastofnunar Háskólans.
- „Hversu hratt mun Vatnajökull bráðna á næstu árum?“. Vísindavefurinn.
- Ferðir á jökulinn (myndir).
- Upplýsingasíða á nat.is Geymt 5 desember 2004 í Wayback Machine
- Náttúrufar og náttúruminjar umhverfis Vatnajökul
- „Yfir Vatnajökul þveran“; grein í Þjóðviljanum 1967
- Baldursson, S, J Guðnason, H Hannesdóttir & T Thórðarson. Nomination of Vatnajökull National Park for inclusion in the World Heritage List, Reykjavik 2018, Vatnajökull National Park