Fara í innihald

Prófsumma

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Prófsumma[1] eða gátsumma[1] er tala sem er reiknuð út frá fyrirliggjandi gildum og geymd með þeim. Hlutverk prófsummu er að staðfesta að gögnin séu rétt, ef prófsumma er reiknuð út aftur á sömu gildum ætti hún að vera hin sama og sú fyrri.

Gögnin eru annaðhvort töluleg eða stafastrengir sem litið er á sem töluleg gögn svo að reikna megi prófsummuna.

Dæmi um prófsummu er níundi stafur kennitölu Íslendinga, sem er fenginn með því að margfalda fyrstu átta tölurnar með 2, 3, 4, 5, 6, 7, 2, 3 frá hægri til vinstri þar sem summan er mátuð við 11. Prófsummur eru mikið notaðar til að sannreyna að stafræn gögn hafi ekki breyst í geymslu eða flutningi og að þeim hafi ekki verið breytt.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Jacksum (ókeypis forrit byggt á opnu kerfi til að skapa prófsummur)