Fara í innihald

Mayfair

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Savile Row

Mayfair er hverfi í Mið-London inni í Westminsterborg. Hverfið er afmarkað af Hyde Park í vestri, Oxford Street í norðri, Piccadilly og Green Park í suðri, og Regent Street í austri. Það dregur nafnið sitt af hátíðinni May Fair sem gerðist árlega í tvær vikur, á staðnum sem er í dag Shepherd Market. Hátíðin byrjaði þar árið 1686, þegar hún var haldin í Haymarket, en var bönnuð árið 1764 og svo flutti í Fair Field í hverfinu Bow af því fólki sem bjó á svæðinu mislíkaði hún.

Nú á dögum er hverfið dýrt og er aðallega fyrir viðskipti og verslanir. Þess vegna eru staðsettar þar margar höfuðstöðvar alþjóðlegra fyrirtækja, og nokkur vogunarsjóð- og fasteignafyrirtæki. Húsaleigur eru á meðal þeirra dýrustu í heimi. Það eru líka nokkur lúxushótel og mörg veitingahús. Byggingar í Mayfair eru til dæmis bandaríska sendiráðið í Grosvenor Square, Royal Academy of Arts, Handel-húsminjasafnið, og hótelin Grosvenor House og Claridge’s. Eftirfarandi eru götur og torg á svæðinu:

Hverfið er í bresku útgáfu borðspilsins Monopoly og vegna þess er þekkt sem mjög dýrt og virt.

  Þessi Lundúnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.