Fara í innihald

Karpatafjöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Upphleypt kort.
Loftmynd.
Tatra-fjöll innan fjallgarðsins í Póllandi

Karpatafjöll (stundum Karpatíufjöll[1]) eru fjallgarður sem teygir sig frá Mið-Evrópu til Austur-Evrópu. Fjallgarðurinn er sá næstlengsti í Evrópu á eftir Skandinavíufjöllum, og er um það bil 1.500 km að lengd. Meðal dýra sem lifa í fjöllunum eru brúnbirnir, úlfar, geitur og gaupur. Flest þeirra búa í Rúmeníuhluta fjallanna. Í fjöllunum er líka að finna um það bil þriðjung af öllum plöntutegundum í Evrópu. Auk þess eru hverir og lindir algeng í fjallgarðinum.

Karpatafjöll eru fjallgarður sem liggur í löngum sveig um Tékkland (3%), Slóvakíu (17%), Pólland (10%), Ungverjaland (4%), Úkraínu (11%) og Rúmeníu (53%) og þaðan vestur yfir Dóná til Serbíu (2%). Hæstu fjöllin í fjallgarðinum eru Tatra-fjöll sem standa á landamærum Póllands og Slóvakíu og eru allt að 2.600 m að hæð. Næsthæsti hluti fjallgarðsins eru Austur-Karpatafjöll í Rúmeníu sem eru rúmlega 2.500 m há.

Fjallgarðurinn skiptist í þrjá hluta: Vestur-Karpatafjöll (m.a. Tatra-fjöll), Austur-Karpatafjöll og Suður-Karpatafjöll. Nokkrar borgir liggja við fjöllin, meðal annars Bratislava og Košice í Slóvakíu; Kraká í Póllandi; Cluj-Napoca, Sibiu, Alba Iulia og Braşov í Rúmeníu og Miskolc í Ungverjalandi.

  1. http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=791716 — Dæmi um notkun orðsins Karpatíufjöll
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.