Hallgrímur Sveinsson
Útlit
Hallgrímur Sveinsson (fæddur 5. apríl 1841 í Blöndudalshólum, látinn 16. desember 1909) var biskup Íslands frá 1889 til 1908.
Foreldrar hans voru Sveinn Níelsson alþingismaður og Guðrún Jónsdóttir. Hann útskrifaðist úr Lærða skólanum árið 1863. Eftir að hafa lokið námi í guðfræði við Hafnarháskóla 1870 stundaði hann nám við Pastoralseminariet í Kaupmannahöfn 1870—1871.
Kona hans hét Elina Marie Bolette Fevejle. Þau giftust 16. september 1871 og áttu saman fjögur börn, Friðrik, Guðrúnu, Svein og Ágústu.
Fyrirrennari: Pétur Pétursson |
|
Eftirmaður: Þórhallur Bjarnarson |