Gústaf 2. Adólf
Útlit
Gústaf 2. Adólf (9. desember 1594 – 6. nóvember 1632) var konungur Svíþjóðar frá 1611. Í sögu Svíþjóðar miðast upphaf stórveldistímans við valdatöku hans. Hann var sonur Karls hertoga og konu hans Kristínar af Holstein-Gottorp. Frændi hans, Sigmundur 3., Póllandskonungur, gerði ��fram tilkall til sænsku krúnunnar og deilurnar um ríkiserfðir héldu áfram milli landanna. 1626 réðist Gústaf inn í Lífland og hóf með því Pólsk-sænska stríðið (1626-1629) og í júní 1630 réðist hann inn í Þýskaland sem verndari málstaðar mótmælenda í Þrjátíu ára stríðinu. Sænski herinn sneri stríðsgæfunni skjótt mótmælendum í hag en Gústaf sjálfur féll í orrustunni við Lützen tveimur árum síðar.
Fyrirrennari: Karl 9. |
|
Eftirmaður: Kristín Svíadrottning |