Eiríkur Örn Norðdahl
Eiríkur Örn Norðdahl (f. 1. júlí 1978) er íslenskur rithöfundur, smásagnahöfundur, þýðandi og ljóðskáld. Síðastliðin ár hefur hann unnið úr evrópskum og norður-amerískum framúrstefnuhefðum, við sundurtætingu tungumálsins í myndrænar, hljóðrænar, félagslegar og málfræðilegar einingar sínar. Árið 2007 hlaut Eiríkur aukaverðlaun í Ljóðstafi Jóns úr Vör, og sama ár fékk hann Rauðu hrafnsfjöðrina, stílverðlaun lestrarfélagsins Krumma. Árið 2008 fékk Eiríkur svo Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir þýðingu sína á Móðurlaus Brooklyn eftir Jonathan Lethem. Eiríkur heldur úti umfangsmikilli heimasíðu þar sem finna má tugi upplestrarmyndbanda og annarra myndverka, hljóðaljóð, greinar og umfjöllun um íslenska og erlenda ljóðlist, auk bloggs. Eiríkur kemur reglulega fram á ljóðahátíðum í Evrópu og N-Ameríku.
Fyrsta ljóðabók hans, Heilagt stríð: runnið undan rifjum drykkjumanna, kom út árið 2001 og árið eftir kom út Heimsendapestir undir merkjum Nýhil. 2003 kom út Nihil obstat. Árið 2004 var fyrsta skáldsaga hans, Hugsjónadruslan, gefin út af Máli og menningu og 2005 ljóðabókin Blandarabrandarar: (die Mixerwitze) hjá Nýhil. 2006 kom síðan út önnur skáldsaga, Eitur fyrir byrjendur. Þann 1. maí 2007 kom út bókin Handsprengja í morgunsárið sem Eiríkur skrifaði ásamt Ingólfi Gíslasyni, en í henni var að finna þýðingar á ljóðum erlendra þjóðarleiðtoga og hryðjuverkamanna, auk svonefndra „róttækra þýðinga“ eða „ljóðgerða“ á ræðum og ummælum íslenskra stjórnmálamanna og álitsgjafa. Síðar sama ár kom bókin Þjónn, það er Fönix í öskubakkanum mínum!, sem innihélt meðal annars endurvinnslu á kvæði Steins Steinarr Tíminn og vatnið. Um svipað leyti kom ljóðaþýðingasafnið 131.839 slög með bilum hjá finnska forlaginu Ntamo, en það innihélt 90 ljóð eftir 61 skáld, sem að mestu voru erlend samtímaskáld. Árið 2008 kom út ljóðabókin Ú á fasismann - og fleiri ljóð, en hún innihélt 20 myndljóð og geisladisk með 20 hljóðaljóðum.
Eiríkur býr á Ísafirði og í Västerås í Svíþjóð.
Ritaskrá
[breyta | breyta frumkóða]Ljóð
[breyta | breyta frumkóða]- Óratorrek: ljóð um samfélagsleg málefni, Mál og menning, 2017
- Hnefi eða vitstola orð, Mál & menning, 2013
- Ú á fasismann - og fleiri ljóð, Mál & menning, 2008
- Þjónn, það er Fönix í öskubakkanum mínum, Nýhil, 2007
- Handsprengja í morgunsárið, ásamt Ingólfi Gíslasyni, Nýhil, 2007
- Blandarabrandarar, Nýhil, 2005
- Nihil Obstat, Nýhil, 2003
- Heimsendapestir, Nýhil, 2002
- Heilagt stríð: runnið undan rifjum drykkjumanna, Höfundur, 2001
Skáldsögur
[breyta | breyta frumkóða]- Náttúrulögmálin, Mál og menning, 2023
- Frankensleikir, Mál og menning, 2022
- Einlægur Önd, M��l og menning, 2021
- Brúin yfir Tangagötuna, Mál og menning, 2020
- Hans Blær, Mál og Menning, 2018
- Heimska, Mál og Menning, 2015
- Illska, Mál & menning, 2012
- Gæska, Mál & menning, 2009
- Eitur fyrir byrjendur, Nýhil, 2006
- Hugsjónadruslan, Mál & menning, 2004
Þýðingar
[breyta | breyta frumkóða]- Maíkonungurinn - valin ljóð eftir Allen Ginsberg, Mál & menning, 2008
- Doktor Proktor og prumpuduftið eftir Jo Nesbø, Forlagið, 2008
- Súkkulaði eftir Joanne Harris, Uppheimar, 2007
- 131.839 slög með bilum - ljóðaþýðingar, Ntamo, 2007
- Móðurlaus Brooklyn eftir Jonathan Lethem, Bjartur, 2007
- Heljarþröm eftir Anthony Horowitz, Forlagið, 2007
- Eminem - ævisaga eftir Anthony Bozza, Tindur, 2006
- Heimskir hvítir karlar eftir Michael Moore, Edda-Forlagið, 2003
Ritstjórn
[breyta | breyta frumkóða]- Af steypu[óvirkur tengill], Nýhil, 2009
- Af ljóðum, Nýhil, 2005
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða Eiríks Arnar Norðdahl
- Um bækur Eiríks Geymt 22 febrúar 2009 í Wayback Machine
- Myndljóð Geymt 22 febrúar 2009 í Wayback Machine
- Myndbönd af upplestrum Geymt 22 febrúar 2009 í Wayback Machine
- Blogg Eiríks, Fjallabaksleiðin Geymt 6 janúar 2018 í Wayback Machine
- Greinar Geymt 22 febrúar 2009 í Wayback Machine
- Nokkur hljóðaljóð á alþjóðlega framúrstefnuvefnum UbuWeb
- Um Eirík á Bókmenntavefnum Geymt 11 nóvember 2018 í Wayback Machine