Rúten

Frumefni með efnatáknið Ru og sætistöluna 44

Rúten (einnig rúteníum, rúþen eða rúþeníum) er frumefni með efnatáknið Ru og er númer 44 í lotukerfinu. Þetta er sjaldgæfur hliðarmálmur í platínuflokknum, finnst í tengslum við platínugrýti og er notaður sem hvati í sumum platínumálmblöndum.

  Járn  
Teknetín Rúten Ródín
  Osmín  
Efnatákn Ru
Sætistala 44
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 12450,0 kg/
Harka 6,5
Atómmassi 101,07(2) g/mól
Bræðslumark 2607,0 K
Suðumark 4423,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Almenn einkenni

breyta

Rúten er fjölgildur, harður, hvítur málmur sem tilheyrir platínuflokknum. Það hefur fjórar kristalsgerðir, tærist ekki við stofuhita, en oxast með sprengikrafti. Rúten leysist upp í bráðnum alkalímálmum, er ónæmt fyrir sýru en ekki halógenum við hátt hitastig eða hýdroxíðum. Í smáum skömmtum getur rúþen aukuð hörku platínu og palladíns. Tæringarþol títans eykst merkjanlega ef bætt er við rúteni í litlu magni.

Hægt er að málmhúða þennan málm með annaðhvort raffellingu eða sundurliðingu við hita. Ein rúten-mólybden málmblanda hefur fundist sem að er ofurleiðandi við 10.6 K. Oxunarstig rútens eru á bilinu +1 til +8. -2 er einnig þekkt. Algengustu oxunarstigin eru +2, +3 og +4.

Notkun

breyta

Rúten er notað í platínu- og palladínmálmblöndur sökum góðra herðunareiginleika sinna, sem að svo eru notaðar til að framleiða gríðarlega slitþolna raftengla. 0.1% af rúten í títanblöndu eykur styrk þess hundraðfalt.

Rúten er einnig fjölhæfur hvati: Hægt er að kljúfa vetnissúlfíð með ljósi með því að nota vatnslausn af CdS hlöðnum af rútenoxíði. Þetta klofnunarferli getur verið nytsamlegt til að afnema H2S úr öðrum efnum í olíuhreinsistöðvum og í öðrum iðnaðarferlum.

Sum rútensambönd gleypa ljós yfir allt sjánlega litrófið og eru nú mikið rannsökuð í alls kyns hugsanlega sólarorkutækni.