Fuji
eldfjall í Japan
Fuji-fjall er hæsta og frægasta fjall Japans. Það er eldkeila sem er staðsett á eyjunni Honshu, um 100 kílómetra suðvestur af Tókýó og er 3776 metra hátt. Síðasta gos í fjallinu var frá 1707-1708.
Fjallið hefur verið álitið heilagt og var fyrrum talið bústaður guðanna. Allt frá 12.öld trúðu búddistar því, að það væri inngangur í annan heim og allt fram til 1868 var konum bannað að stíga þar niður fæti. Yfir hásumartímann gengur meira en milljón manns á fjallið.[1]
-
Katsushika Hokusai
-
Sólarupprás séð frá Fujifjalli
Tilvísanir
breyta- ↑ Ferðaheimur Skoðað 4. ágúst, 2017.