5. nóvember
dagsetning
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2025 Allir dagar |
5. nóvember er 309. dagur ársins (310. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 56 dagar eru eftir af árinu.
Helstu atburðir
breyta- 333 f.Kr. - Orrustan við Issos: Her Alexanders mikla vann sigur á her Dareiosar 3. Persakonungs.
- 1219 - Borgin Damietta í Egyptalandi féll í hendur krossfara eftir umsátur.
- 1439 - Amadeus 8. af Savoja var kjörinn mótpáfi og tók sér nafnið Felix 5.
- 1605 - Púðursamsærið í Bretlandi mistókst þegar Guy Fawkes var handtekinn í kjallara Westminster.
- 1618 - Svíþjóð og Pólland gerðu með sér vopnahlé.
- 1688 - Dýrlega byltingin hófst á því að Vilhjálmur af Óraníu lenti við Brixham.
- 1848 - Fyrsta fréttablað á Íslandi, Þjóðólfur, hóf göngu sína. Það kom út tvisvar til fjórum sinnum í mánuði til 1911.
- 1872 - Seglskipið Mary Celeste lagði úr höfn í New York og átti að sigla til Ítalíu. Farmur þess var iðnaðaralkóhól. Þann 4. desember fannst skipið á reki, vel sjófært, en allir sem um borð voru voru horfnir. Aldrei hefur gátan um hvarf 8 manna áhafnar og 2 farþega verið ráðin.
- 1894 - Ísfélagið við Faxaflóa var stofnað og kom það á fót fyrsta alvöru íshúsi Íslendinga.
- 1912 - Forsetakosningar í Bandaríkjunum. Demókratinn Woodrow Wilson vann stórsigur á William Howard Taft forseta, sem hafnaði í þriðja sæti á eftir Theodore Roosevelt, fyrrum forseta, sem bauð sig fram vegna óánægju margra repúblikana með Taft.
- 1914 - Bretar tóku Kýpur af Tyrkjum.
- 1960 - Ásgrímssafn var opnað í húsi Ásgríms Jónssonar listmálara við Bergstaðastræti í Reykjavík.
- 1968 - Vélbáturinn Þráinn NK 70 fórst austan við Vestmannaeyjar og með honum 9 menn.
- 1985 - Fjalakötturinn í Aðalstræti var rifinn.
- 1990 - Rabbí Meir Kahane, stofnandi hinnar hægrisinnuðu Kach-hreyfingar í Ísrael var skotinn til bana í New York-borg.
- 1991 - Lík fjölmiðlakóngsins Robert Maxwell fannst á floti við Kanaríeyjar.
- 1992 - Á Alþingi var felld tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu Íslands í Evrópska efnahagssvæðið. Tugir þúsunda kjósenda höfðu sent Alþingi áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 1993 - Fjöldi fólks beið án árangurs eftir því að geimverur myndu lenda við Snæfellsjökul klukkan 21:07, en þeim þóknaðist ekki að láta sjá sig.
- 1994 - Bréf Ronald Reagan þar sem hann sagði frá því að hann væri með Alzheimer kom fyrir sjónir almennings.
- 1994 - George Foreman varð þungavigtarmeistari í hnefaleikum í annað sinn og elsti meistari sögunnar, 42 ára gamall.
- 1994 - Suðurafríski guðfræðingurinn Johan Heyns var myrtur.
- 1996 - Forseti Pakistan, Farooq Leghari, leysti ríkisstjórn Benazir Bhutto frá völdum vegna ásakana um spillingu.
- 1996 - Bill Clinton sigraði forsetakosningar í Bandaríkjunum gegn frambjóðanda Repúblikana, Bob Dole.
- 1996 - Jökulhlaup hófst úr Grímsvötnum og stóð í tvo daga.
- 1999 - Vísindamenn uppgötvuðu plánetuna HD 209458b á braut um sólina HD 209458.
- 2002 - Samgönguráðherra skipaði starfshóp um innleiðingu stafræns sjónvarps á Íslandi.
- 2004 - Bandaríska teiknimyndin Hin ótrúlegu var frumsýnd.
- 2006 - Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, og tveir af helstu samstarfsmönnum hans voru dæmdir til dauða fyrir glæpi gegn mannkyninu.
- 2006 - Demókrataflokkurinn náði meirihluta í bæði öldungadeild og fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Donald Rumsfeld sagði af sér embætti varnarmálaráðherra í kjölfarið.
- 2009 - Stjórnir Svíþjóðar og Finnlands samþykktu lagningu gasleiðslu Nord Stream í gegnum Eystrasalt.
- 2010 - Bandaríska kvikmyndin 127 klukkustundir var frumsýnd.
- 2012 - Smástirnið (214869) 2007 PA8 fór framhjá jörðu í 6,5 milljón km fjarlægð.
- 2013 - Indverska geimfarinu Mars Orbiter Mission var skotið á loft.
- 2017 - Þýska tímaritið Süddeutsche Zeitung gaf út 13,4 milljónir skjala sem lekið höfðu frá aflandslögfræðistofunni Appleby.
- 2017 - Árásin í Sutherland Springs 2017: 26 ára gamall maður skaut 26 til bana í kirkju í Sutherland Springs í Texas.
- 2018 - Tvö bandarísk könnunarför náðu innstu og ystu mörkum sólkerfisins nánast samtímis. Voyager 2 náði sólvindsmörkum þar sem áhrif aðdráttarafls sólar verða engin og Parker Solar Probe náði mestu sólnánd á braut sinni.
Fædd
breyta- 1615 - Íbrahim 1. Tyrkjasoldán (d. 1648).
- 1822 - Jón Þorkelsson, rektor Lærða skólans (d. 1904).
- 1885 - Will Durant, bandarískur sagnfræðingur (d. 1981).
- 1892 - Arreboe Clausen, íslenskur knattspyrnumaður (d. 1956).
- 1913 - Vivien Leigh, ensk leikkona (d. 1967).
- 1921 - Hlynur Sigtryggsson, íslenskur veðurfræðingur (d. 2005).
- 1931 - Charles Taylor, kanadískur heimspekingur.
- 1931 - Ike Turner, bandarískur tónlistarmaður (d. 2007).
- 1941 - Art Garfunkel, bandarískur tónlistarmaður.
- 1941 - Guðrún Hallgrímsdóttir, íslenskur matvælaverkfræðingur.
- 1943 - Þorgerður Ingólfsdóttir, íslenskur kórstjóri.
- 1947 - Franco Trappoli, ítalskur stjórnmálamaður.
- 1958 - Robert Patrick, bandarískur leikari.
- 1959 - Bryan Adams, kanadískur tónlistamaður.
- 1960 - Tilda Swinton, bresk leikkona.
- 1960 - Ríkharður H. Friðriksson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1963 - Hans Gillhaus, hollenskur knattspyrnumaður.
- 1964 - Helga Braga Jónsdóttir, íslensk leikkona.
- 1967 - Judy Reyes, bandarísk leikkona.
- 1974 - Ryan Adams, bandarískur söngvari og lagahöfundur.
- 1986 - Kasper Schmeichel, danskur markvörður, sonur Peter Schmeichel.
- 1987 - Kevin Jonas, bandarískur tónlistarmaður.
Dáin
breyta- 1370 - Kasimír 3. Póllandskonungur (f. 1310).
- 1758 - Hans Egede, danskur trúboði (f. 1686).
- 1853 - Arnór Jónsson, íslenskur prestur (f. 1772).
- 1879 - James Clerk Maxwell, skoskur stærðfræðingur (f. 1831).
- 1906 - Frits Thaulow, norskur listmálari (f. 1847).
- 1973 - Elínborg Lárusdóttir, íslenskur rithöfundur (f. 1891).
- 1977 - René Goscinny, franskur myndasöguhöfundur (f. 1926).
- 1997 - Isaiah Berlin, breskur heimspekingur (f. 1909).
- 2009 - Stefán Aðalsteinsson, íslenskur búfræðingur (f. 1928).