3. október
dagsetning
Sep – Október – Nóv | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 | ||
2024 Allir dagar |
3. október er 276. dagur ársins (277. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 89 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 42 f.Kr. - Fyrsta orrustan við Filippí: Þrívaldarnir Marcús Antóníus og Octavíanus börðust gegn morðingjum Caesars, Brútusi og Cassíusi.
- 1143 - Guido di Castello varð Selestínus 2. páfi.
- 1283 - Játvarður 1. Englandskonungur lét í fyrsta skipti beita nýrri líflátsaðferð þar sem þeir sem dæmdir höfðu verið sekir um landráð voru dregnir, hengdir og hlutaðir sundur (dregnir á aftökustaðinn, hengdir þar til þeir voru nær kafnaðir og síðan hálshöggnir og líkið höggvið í fjóra hluta). Fyrsta fórnarlamb þessarar aðferðar var Dafydd ap Gruffydd, prins af Wales.
- 1470 - Játvarði 4. Englandskonungi var steypt af stóli og Hinrik 6. var endurreistur.
- 1473 - Oddgeirshólareið: Þorleifur Björnsson reið með flokk manna að Oddgeirshólum í Flóa. Saurguðu þeir kirkjuna með höggum, slögum og blóðsúthellingum þegar heimafólk leitaði þar skjóls. Um tilefni þessa er ekki vitað.
- 1542 - Gissur Einarsson var vígður biskup í Skálholti, tveimur árum eftir að hann tók við biskupsráðum, en ekki mátti vígja hann fyrr þar sem hann mun ekki hafa verið orðinn 30 ára.
- 1691 - Limerick-sáttmálinn batt enda á átök milli Vilhjálms og Jakobíta á Írlandi.
- 1884 - Kristjánsborgarhöll númer tvö brann.
- 1903 - Danakonungur samþykkti ákvörðun danska þingsins um heimastjórn á Íslandi. Skjaldarmerki Íslands var með konungsúrskurði ákveðið að vera skyldi „hvítur íslenskur fálki á bláum grunni, er situr og snýr sér til vinstri“.
- 1906 - Ungmennafélag Reykjavíkur var stofnað.
- 1927 - Fyrirtækið Olíuverzlun Íslands, síðar Olís, var stofnað.
- 1932 - Írak fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1933 - Félag byltingarsinnaðra rithöfunda var stofnað í Reykjavík.
- 1969 - Smyrlabjargaárvirkjun var formlega gangsett á Íslandi.
- 1969 - Sjónvarpsturninn í Berlín var vígður.
- 1970 - Úthafs- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna var stofnuð.
- 1970 - Æskulýðsfylkingin sleit öll tengsl við Alþýðubandalagið og gerðist sjálfstæð stjórnmálahreyfing.
- 1970 - Menntaskólinn á Ísafirði var settur í fyrsta sinn.
- 1973 - Þorskastríðin: Bresk herskip yfirgáfu 50 sjómílna fiskveiðilögsögu Íslands og var samið við Breta um miðjan október.
- 1975 - Þyrla Landhelgisgæslunnar hrapaði í Skálafelli.
- 1980 - Íslenska óperan var formlega stofnuð.
- 1985 - Geimskutlan Atlantis hélt í jómfrúarferð sína.
- 1987 - Fríverslunarsamningur Kanada og Bandaríkjanna var gerður.
- 1989 - Stjórn Austur-Þýskalands lokaði landamærunum að Tékkóslóvakíu til að hindra frekari fólksflótta til Vestur-Evrópu.
- 1990 - Sameining Þýskalands: Þýska alþýðulýðveldið var lagt niður og sameinað Sambandslýðveldinu Þýskalandi. Dagurinn hefur síðan verið þjóðhátíðardagur Þjóðverja.
- 1992 - Írska söngkonan Sinéad O'Connor flutti lag um misnotkun barna innan kaþólsku kirkjunnar í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live og reif mynd af Jóhannesi Páli 2. páfa fyrir framan myndavélarnar.
- 1993 - Orrustan um Mógadisjú (1993): Þúsund Sómalir og 18 bandarískir hermenn létust þegar Bandaríkjamenn reyndu að handsama tvo foringja stríðsherranns Mohamed Farrah Aidid.
- 1995 - O. J. Simpson var sýknaður af morðinu á Nicole Simpson og Ronald Goldman.
- 2008 - Bandaríkjaforseti undirritaði lög um 700 milljarða dala ríkissjóð til að kaupa eignir gjaldþrota banka.
- 2009 - Um 50 létust þegar stormur gekk yfir Sikiley.
- 2010 - Þýskaland lauk við greiðslu stríðsskaðabóta sem kveðið var á um í Versalasamningnum frá 1919.
- 2013 - 339 flóttamenn fórust undan strönd Lampedusa þegar bát þeirra hvolfdi.
- 2014 - Borgarastyrjöldin í Malí: 9 friðargæsluliðar létu lífið í árás á bílalest Sþ milli Menaka og Ansongo.
- 2015 - Bandaríkjaher varpaði sprengjum á spítala Lækna án landamæra í Afganistan með þeim afleiðingum að 20 létust.
- 2021 - Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést ásamt tveimur lífvörðum í bílslysi hjá Markaryd.
Fædd
breyta- 1458 - Heilagur Kasimír, prins af Póllandi og hertogi af Litháen (d. 1484).
- 1710 - Snorri Björnsson, íslenskur prestur (d. 1803).
- 1729 - Guillaume-François Le Trosne, franskur hagfræðingur (d. 1780).
- 1808 - Pétur Pétursson, íslenskur biskup (d. 1891).
- 1847 - Þóra Pétursdóttir, íslensk listakona (d. 1917).
- 1853 - Stephan G. Stephansson, skáld (d. 1927).
- 1889 - Carl von Ossietzky, þýskur blaðamaður og friðarsinni (d. 1938).
- 1905 - Filippía Kristjánsdóttir, íslensk skáldkona (d. 1996).
- 1910 - Jón Jónsson, íslenskur jarðfræðingur (d. 2005).
- 1912 - Halldór H. Jónsson, íslenskur arkitekt (d. 1992).
- 1919 - James M. Buchanan, bandarískur hagfræðingur (d. 2013).
- 1920 - Philippa Foot, breskur heimspekingur (d. 2010).
- 1943 - Silja Aðalsteinsdóttir, íslenskur bókmenntafræðingur.
- 1949 - Lindsey Buckingham, bandarískur tónlistarmaður (Fleetwood Mac)
- 1950 - Sigmar B. Hauksson, íslenskur matreiðslumaður (d. 2012).
- 1950 - Óskar Árni Óskarsson, íslenskur rithöfundur.
- 1953 - Tolli, íslenskur listmálari.
- 1954 - Stevie Ray Vaughan, bandarískur tónlistarmaður (d. 1990).
- 1959 - Óskar Árni Óskarsson, íslenskt skáld.
- 1962 - Tommy Lee, bandarískur tónlistarmaður (Mötley Crüe).
- 1964 - Clive Owen, breskur leikari.
- 1969 - Gwen Stefani, bandarísk söngkona (No Doubt).
- 1969 - Janel Moloney, bandarísk leikkona.
- 1971 - Kevin Richardson, bandarískur söngvari (Backstreet Boys).
- 1972 - Gunnhildur Hauksdóttir, íslensk myndlistarkona.
- 1976 - Seann William Scott, bandarískur leikari.
- 1977 - Jake Shears, söngvari (Scissor Sisters).
- 1978 - Gerald Asamoah, þýskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Jonna Lee, sænsk söngkona.
- 1981 - Zlatan Ibrahimović, sænskur knattspyrnumaður.
- 1983 - Naoya Kondo, japanskur knattspyrnumaður.
- 1985 - Högni Egilsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1994 - Kepa Arrizabalaga, spænskur knattspyrnumaður.
Dáin
breyta- 42 f.Kr. - Gaius Cassíus Longínus, einn af morðingjum Caesars (f. fyrir 85 f.Kr.).
- 1226 - Frans frá Assisí, ítalskur predikari (f. 1182).
- 1283 - Dafydd ap Gruffydd, síðasti þjóðhöfðingi Wales (tekinn af lífi).
- 1568 - Elísabet af Valois, Spánardrottning (f. 1545).
- 1649 - Giovanni Diodati, svissneskur prestur (f. 1576).
- 1896 - William Morris, breskur listamaður (f. 1834).
- 1929 - Gustav Stresemann, þýskur stjórnmálamaður (f. 1878).
- 2004 - Janet Leigh, bandarísk leikkona (f. 1927).
- 2010 - Philippa Foot, breskur heimspekingur (f. 1920).