Notandi:Cessator

Meta |
Commons |
en:Wikipedia |
is:Wikipedia |
Wikivitnun |
Wiki-orðabókin |
Wikibækur |
Wikiheimild
Cessator (framburður: [kess'a:tor]) er stjórnandi og möppudýr á íslensku útgáfu Wikiquote og skráður notandi frá október 2005. Orðið „cessator“ er latneskt, dregið af sögninni cessare, sem þýðir: að hætta eða fresta vinnu, slóra, slæpast eða vera iðjulaus. Latneska endingin -tor gefur til kynna geranda (ekki ósvipað og endingin -ari í íslensku orðunum „kennari“ og „dómari“). Cessator er að vísu ekki iðjulaus maður en er vissulega að slóra þegar hann hangir á Wikiquote; vitaskuld ætti hann að vera að gera eitthvað allt annað.
Cessator hefur mestan áhuga á fornfræði og heimspeki og vinnur mest í greinum um þau efni. Hann er þó líklegur til að skipta sér af hverju sem er.