Vikur
Vikur er frauðkennt berg, lítt kristallað. Vikur er súrt eða ísúrt glerfrauð sem finnst í misþykku gosseti úr allstórum kornum og getur flotið á vatni. Það er til ljós vikur (líparít) eða dökkur (andesít, basalt). Vikurinn fellur harðstorknaður til jarðar. Hann er mjög efnisléttur, enda flýtur hann ef hann er lagður á vatn. Vikrar nefnist landsvæði sem þakið er þykku vikurlagi.
Notkun á vikri
[breyta | breyta frumkóða]Vikur er aðallega notaður í byggingariðnaði svo sem í hleðslusteina, léttsteypueiningar og í múrkerfi. Vikur er notaður sem íblöndunarefni í hita og hljóðeinangranir og til eldvarna. Vikur hefur verið fluttur út til að nota í skorsteinseiningar. Vikur hefur einnig verið notaður í kattarsand og sem íblöndunarefni í gróðurmold til að auka rakaheldni hennar.
Vikur á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Fjórar eldstöðvar á Íslandi hafa gosið ljósum vikri á Nútíma. Hekluvikur er súr líparítvikur. Margar eldstöðvar hafa hins vegar gosið basísku eða ísúru gjalli eða ösku þ.e. basaltvikri. Frægust þeirra er Katla.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Vikurnám á Mýrdalssandi Geymt 21 október 2021 í Wayback Machine