Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ég heiti Kristján Rúnarsson. Ég er alinn upp í Vesturbæ Reykjavíkur og tók stúdentspróf við Menntaskólann í Reykjavík af Eðlisfræðideild. Ég lærði klarínettuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík (ásamt aukagreinum) og síðar í Utrecht í Hollandi, en þaðan útskrifaðist ég með B.Mus.-gráðu árið 2013. Ég lærði við Háskóla Íslands japönsku veturinn 2006–7 og almenn málvísindi ásamt tölvunarfræðinámskeiðum 2013–15 og útskrifaðist með BA-gráðu í almennum málvísindum frá HÍ 2015 (með japönsku sem aukagrein) og MA-gráðu í máltækni 2017. Ég er einn stjórnenda þessarar íslensku deildar Wikipedíu, en hef einnig unnið við þá ensku. Þó vinn ég langmest á ensku Wikiorðabókinni. Megináhugasvið mín eru tónlist, tungumál og tölvur, en af fleiri áhugamálum mínum má nefna shōgi (japanska skák), lögfræði (helst stjórnskipunarrétt) og fantasíubókmenntir.
Meiri upplýsingar um mig er að finna á notandasíðu minni á ensku Wikipedíunni.