Gísli Rúnar Jónsson - Blessað stríðið sem gerði syni mína ríka
Gísli Rúnar Jónsson - Blessað stríðið sem gerði syni mína ríka | |
---|---|
SG - 108 | |
Flytjandi | Gísli Rúnar Jónsson |
Gefin út | 1977 |
Stefna | Gamanefni |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Stjórn | Sigurður Árnason |
Hljóðdæmi | |
Gísli Rúnar Jónsson - Blessað stríðið sem gerði syni mína ríka er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1977. Á henni flytur Gísli Rúnar Jónsson og félagar gamanefni og lög um seinni heimsstyrjöldina þar sem hernámsárin á Íslandi eru lofsungin. Magnús Ingimarsson útsetti alla tónlist á plötunni, stjórnaði hljómsveitarundirleik og lék jafnframt á orgel og píanó allsstaðar þar sem til þess heyrist (einnig þar sem það er mjög veikt) nema í lögunum Upphaf stríðsins og Lok stríðsins (Árni Elfar). Hljóðritun fór fram hjá Tóntækni h.f. Tæknimaður var Sigurður Árnason, sem jafnframt annaðist hljóðblöndun ásamt Gísla Rúnari. Hönnun og útlit á albúmi: Gísli Rúnar. Ljósmyndari: Kristján Ólafsson. Útlitsteikning: Bjarni Jónsson. Koparstunga: Björgvin F. Magnússon. Prentun: Grafík
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Upphaf stríðsins 1939
- Helztu fréttir 1939-40
- Örstutt talað efni
- Fjallkerlingin er föl 1940
- Örstutt talað efni
- Þjóðverjar handteknir 1940
- Örstutt talað efni
- Bretavinnan 1940
- Saknaðarsöngur brezka hermannsins 1940
- Hæ litla 1940
- Þetta er indælt stríð
- Örstutt talað efni
- Í brezkri byrgðaskemmu 1941
- Örstutt talað efni
- Nýr og enn glæsilegri verndari
- Notað og nýtt 1941
- Örstutt talað efni
- Verðlaunalag Ríkisútvarpsins 1942
- Örstutt talað efni
- Skyldi setuliðinu ekki leiðast á Íslandi
- Ástkona háls-, nef og eyrnalæknisins og Fangar í Síberíu 1943
- Örstutt talað efni
- Ha-Ló-Ha-Na-Nú 1944
- Örstutt talað efni
- Lýðveldisdagurinn 17. júní 1944
- Örstutt talað efni
- Friðardagurinn 8. maí 1945
- Örstutt talað efni
- You´r Gonna Miss Your Dad-Dad-Daddy 1945
- Blessað stríðið, sem gerði syni mína ríka
- Lok stríðsins 1945
Aðrir
[breyta | breyta frumkóða]Aðrir hljóðfæraleikarar voru: Alfreð Alfreðsson og Guðmundur R. Einarsson á trommur og eldspýtur, Axel Kristjánsson á bassa, Árni Scheving á bassa, sylofón og vibrafón og Birgir Karlsson á gítar, banjo, mandolín og hurð ásamt ótölulegum fjölda annarra hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands.