Fara í innihald

Jóhann Helgason - Ég gleymi þér aldrei

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SG 091)
Jóhann Helgason - Ég gleymi þér aldrei
Bakhlið
SG - 091
FlytjandiJóhann Helgason
Gefin út1976
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnSigurður Árnason
Hljóðdæmi

Jóhann Helgason - Ég gleymi þér aldrei er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1976. Á henni syngur Jóhann Helgason dægurlög. Hljóðritun fór fram hjá Tóntækni h.f. síðari hluta febrúar og fyrri hluta marz 1976. Tæknimaður var Sigurður Árnason, sem jafnframt annaðist hljóðblöndun ásamt Jóhanni Helgasyni.

  1. Ég gleymi þér aldrei - Lag - texti: Jóhann Helgason
  2. Vorið og þú - Lag - texti: Jóhann Helgason — Valtýr Þórðarson
  3. Sumarið 1949 - Lag - texti: Jóhann Helgason
  4. Fyrir utan gluggann þinn - Lag - texti: Jóhann Helgason
  5. Sólin skín ekki alltaf - Lag - texti: Jóhann Helgason — Þorsteinn Eggertsson
  6. S.O.S - Lag - texti: Jóhann Helgason
  7. Horfin þú ert - Lag - texti: Jóhann Helgason og Guðrún Einarsdóttir - Jóhann Helgason
  8. Afbrigði um Þorskastríðið - Lag - texti: Jóhann Helgason — Valtýr Þórðarson
  9. Systkinið - Lag - texti: Jóhann Helgason — Þorsteinn Eggertsson
  10. Í draumi - Lag - texti: Jóhann Helgason

Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Jóhann Helgason sér einn um allan söng á þessari plötu auk þess sem hann útsetti alla tónlistina, nema hvað hann fékk Kristinn Sigmarsson til liðs við sig varðandi útsetningar fyrir blásturshljóðfæri.

Undirleikur er einkar fjölbreyttur og koma þar margir hljóðfæraleikarar við sögu. Jóhann Helgason sér um allan gítarleik auk þess, sem hann leikur á bassa í sex lögum. Sigurður Árnason leikur á bassa í hinum fjórum, sem eru: í draumi, Vorið og þú, Horfin þú ert og rokk-hluti lagsins Afbrigði um Þorskastríðið. Sigurður Karlsson leikur á trommur, nema hvað Alfreð Alfreðsson leikur á trommur í Vorið og þú og Ásgeir Óskarsson leikur á trommur í rokk-hluta lagsins Afbrigði um Þorskastríðið. Jakob Magnússon annast allan hljómborðsleik nema hvað Árni Ísleifs leikur á píanó í Sumarið 1949 og Pétur Kristjánsson í Afbrigði um Þorskastríðið. Rúnar Georgsson leikur á tenór-saxófón í Horfin þú ert og S.O.S. og flautu í Fyrir utan gluggann þinn. Í laginu Sumarið 1949 leika einnig Kristinn Sigmarsson á trompet og banjó, Kristinn Svavarsson á sópran- og altó-saxófóna, Björn R. Einarsson á trombón og Bjarni Guðmundsson á túbu. Auk þess leika þeir Kristinn á trompet, Kristinn á altó-saxófón og Björn á trombón í lögunum Ég gleymi þér aldrei og Sólin skín ekki alltaf. Og í viðbót er Kristinn Sigmarsson á trompet og banjó í laginu Vorið og þú og Kristinn Svavarsson á sópran- saxófón í sama lagi. Grettir Björnsson leikur á harmoniku í Afbrigði um þorskastríðið.