Kúblaí Khan
Kúblaí (Хубилай eða Hubilai á mongólsku) (23. september 1215 – 18. febrúar 1294) var fimmti stórkhan Mongólaveldisins og ríkti sem slíkur frá 1260 til 1294 (en vegna skiptingar veldisins var þetta aðallega táknræn staða). Hann var einnig stofnandi Júanveldisins í Kína og ríkti sem fyrsti keisari Júanveldisins til dauðadags árið 1294.
Kúblaí var fjórði sonur Tolui og sonarsonur Djengis Khan. Hann tók við af eldri bróður sínum, Möngke, sem khan árið 1260 en þurfti að sigra yngri bróður sinn í borgarastríði sem entist til ársins 1264 til að tryggja sér völdin. Borgarastríðið markaði upphaf sundrungar í Mongólaveldinu.[1] Eiginleg völd Kúblaí náðu ekki út fyrir Kína og Mongólíu, en sem stórkhan Mongólaveldisins naut hann einnig nokkurra áhrifa í Ilkhanatinu og í Gullnu hirðinni.[2][3][4] Ef Mongólaveldið á tíma Kúblaí er talið sem eitt ríki náði það frá Kyrrahafi til Svartahafs og frá Síberíu til Afganistan.[5]
Árið 1271 stofnaði Kúblaí Júan-valdaættina sem réð yfir því sem í dag er Mongólía, Kína og Kórea. Hann gerðist keisari Kína og eftir að hafa unnið fullnaðarsigur gegn Songveldinu árið 1279 varð hann fyrsti útlendingurinn sem hafði lagt undir sig gervallt Kína.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Ulrika Andersson (18. desember 2001). „Hverjir voru Ghenghis Khan og Kúblai Khan?“. Vísindavefurinn. Sótt 2. apríl 2024.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Encyclopædia Britannica. bls. 893.
- ↑ Marshall, Robert. Storm from the East: from Genghis Khan to Khubilai Khan. bls. 224.
- ↑ Borthwick, Mark (2007). Pacific Century. Westview Press.
- ↑ Howorth, H. H. The History of the Mongols. II. árgangur. bls. 288.
- ↑ Man, John (2007). Kublai Khan: The Mongol King Who Remade China. London; New York: Bantam Press.