Leyndarskjalasafn Vatikansins
Útlit
(Endurbeint frá Hið leynda skjalasafn Vatikansins)
Leyndarskjalasafn Vatíkansins (ítalska: Archivio segreto Vaticano; latína: Archivum Secretum Apostolicum Vaticanum) er skjalasafn páfa. Safnið varð til í núverandi mynd árið 1612 en er mun eldra að stofni til. Aðeins fá 200 utanaðkomandi fræðimenn á ári leyfi til að stunda rannsóknir á safninu. Nafnið leyndarskjalasafn má einnig finna í Danmörku (gehejmearkiv) en það var skjalasafn konungs.