Fara í innihald

Édith Cresson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Édith Cresson
Forsætisráðherra Frakklands
Í embætti
15. maí 1991 – 2. apríl 1992
ForsetiFrançois Mitterrand
ForveriMichel Rocard
EftirmaðurPierre Bérégovoy
Persónulegar upplýsingar
Fædd27. janúar 1934 (1934-01-27) (90 ára)
Boulogne-Billancourt, Frakklandi
ÞjóðerniFrönsk
StjórnmálaflokkurSósíalistaflokkurinn
MakiJacques Cresson
HáskóliHEC Paris
StarfStjórnmálamaður

Édith Cresson (f. Édith Campion, 27. janúar 1934) er franskur stjórnmálamaður. Hún var fyrsta konan sem gegndi embætti forsætisráðherra Frakklands. Stjórnmálaferli hennar lauk með hneykslismáli og ákæru fyrir spillingu þegar hún var framkvæmdastjóri rannsóknar-, vísinda- og tækninefndar Evrópusambandsins.

Ráðherratíð

[breyta | breyta frumkóða]

François Mitterrand Frakklandsforseti útnefndi Cresson forsætisráðherra þann 15. maí 1991. Hún varð fljótt mjög óvinsæl meðal kjósenda og neyddist til að láta af embættinu eftir aðeins eitt ár eftir lélegt fylgi Sósíalistaflokksins í héraðskosningum árið 1992. Ráðherratíð hennar var ein sú stysta í sögu fimmta lýðveldisins. Sem forsætisráðherra var hún sökuð um kynþáttafordóma vegna gagnrýni sinnar á verslunarháttum Japana þegar hún kallaði þá „gula maura sem vilja leggja undir sig heiminn“.[1][2][3] Þegar Cresson ræddi kynferði engilsaxneskra karlmanna við bandaríska fréttamanninn Chris Wallace lét hún þau orð falla að „[sér fyndist] samkynhneigð undarleg. Hún er öðruvísi og jaðarsett. Hún er frekar hluti af engilsaxneskum hefðum en latneskum.“[3]

Sem framkvæmdastjóri hjá Evrópusambandinu var Cresson meðal þeirra sem voru sökuð um fjársvik í hneykslismálinu sem leiddi til afsagnar Santer-framkvæmdastjórnarinnar árið 1999. Hún var dæmd sek fyrir að tilkynna ekki misræmi í ungliðanámskeiði þar sem fúlgur fjár hurfu í vasa skipuleggjendanna. Hún viðurkenndi að ef til vill hefði hún verið „svolítið kærulaus“.[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. News Week Japanese Edition, 30. maí 1991
  2. The Mainichi Daily News, 21. júní 1991
  3. 3,0 3,1 Rone Tempest, Los Angeles Times, 23. júlí 1991: Edith Cresson's Answer to TV Spoof: Hush Puppet! France's brutally frank premier says her caricature on one of the nation's most popular shows is sexist, unfair (englisch)
  4. Europe Cresson: The 'careless' commissioner, BBC News, 16. mars 1999


Fyrirrennari:
Michel Rocard
Forsætisráðherra Frakklands
(15. maí 19912. apríl 1992)
Eftirmaður:
Pierre Bérégovoy