Airbnb
Útlit
Airbnb | |
Rekstrarform | Einkafyrirtæki |
---|---|
Staðsetning | San Francisco í Kaliforníu |
Lykilpersónur | Brian Chesky framkvæmdastjóri Joe Gebbia vörustjóri Nathan Blecharczyk tæknistjóri |
Starfsemi | Samfélagsmiðill |
Vefsíða | www.airbnb.com |
Airbnb er vefsíða þar sem leigja má gistingu. Hún var stofnuð árið 2008 en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í San Francisco í Kaliforníu. Á síðunni eru yfir 800.000 gistiheimili og íbúðir skráð í 33.000 borgum í 192 löndum.
Notendur síðunnar verða að skrá sig og stofna prófíl áður en þeir mega nota síðuna. Hver eign sem er skráð á síðunni er tengd gestgjafa en skoða má meðmæli um hann, umsagnir og möt á gistingunni. Notendur geta líka spjallað saman sín á milli í gegnum lokað kerfi.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða Airbnb (Enska)
- Airbnb Ísland