Fara í innihald

Elena Kagan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Elena Kagan
Dómari við hæstarétt Bandaríkjanna
Núverandi
Tók við embætti
7. ágúst 2010
ForveriJohn Paul Stevens
Persónulegar upplýsingar
Fædd28. apríl 1960 (1960-04-28) (64 ára)
New York-borg, New York, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarísk
TrúarbrögðGyðingdómur
HáskóliPrinceton-háskóli
Worcester-háskóli, Oxford
Harvard-háskóli
StarfLögfræðingur, dómari

Elena Kagan (f. 28. apríl 1954) er dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna. Hún var skipuð af Barack Obama forseta, sem eftirmaður John Paul Stevens sem lét af embætti vegna aldurs. Kagan tók við embætti þann 7. ágúst 2010, 112. hæstarréttardómari landsins og fjórða konan.

Æska og menntun

[breyta | breyta frumkóða]

Kagan var fædd og uppalin í Upper West Side-hverfinu í New York og á tvo bræður. Faðir hennar, Robert Kagan, var lögfræðingur og móðir hennar, Gloria Kagan, var kennari. Kagan er lýst sem sjálfstæðu og viljasterku barni.[heimild vantar]

Kagan stundaði nám við Princeton, Oxford þar sem hún útskrifaðist með mastersgráðu í heimspeki árið 1983 og útskrifaðist svo úr Lögræðiskóla Harvard árið 1986. Kagan er ógift og barnlaus[1].

Starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Kagan starfaði sem aðstoðarprófessor við Lögfræðiskóla Háskólans í Chicago árið 1991 og varð svo fastráðinn lögfræðiprófessor þar árið 1995.

Kagan starfaði því næst sem Associate White House Councel undir þáverandi forseta Bill Clinton frá 1995-1996. Á 17. júní árið 1999 tilnefndi Clinton Kagan sem dómara í Áfrýjunarrétti Bandaríkjanna fyrir D.C. svæðið, til þess að taka við af James L. Buckley, en ekkert varð úr þeirri tilnefningu.

Kagan sneri svo aftur til háskólaumhverfisins og starfaði sem gestaprófessor við Lögfræðiskóla Harvard árið 1999. Árið 2001 fór hún að starfa að fullu við Harvard og árið 2003 varð hún rektor skólans, fyrsta konan til að gegna því starfi. Einblíndi hún sérstaklega á að auka ánægju nemendanna með því að til dæmis byggja nýjar aðstöður, endurbæta námsskrá fyrsta árs nema og að bjóða upp á ókeypis morgunkaffi.

Snemma árs 2007 var Kagan ein af fáum sem komu til greina til að starfa sem forseti Harvard-háskólans, en tapaði hún þeirri stöðu fyrir Drew Gilpin Faust.

��ann 5. janúar 2009 tilkynnti forsetinn, Barack Obama, að hann myndi tilnefna Kagan í embætti ríkislögmanns Bandaríkjanna (e. Solicitor General) og varð sú tilnefning svo staðfest af Öldungadeildinni þann 19. mars 2009, 61 atkvæði gegn 31, varð hún því einnig fyrsta konan til að gegna þeirri stöðu. Birtist Kagan svo fyrst fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna 9. september, 2009[2].

Skipun í Hæstarétt

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 9. apríl árið 2010 tilkynnti þáverandi Hæstaréttadómarinn, John Paul Stevens, að hann muni hætta störfum það sumarið. Það var svo þann 10. maí árið 2010 sem Barack Obama tilnefnir Kagan til Hæstaréttadómara og fékk sú ákvörðun mikinn stuðning frá prófessorum og rektorum í háskólasamfélaginu í Bandaríkjunum. Formleg vígsluathöfn fyrir Kagan sem Hæstaréttardómara átti sér svo stað þann 1. október árið 2010. Er Kagan fjórða konan til að gegna þessu embætti og áttundi gyðingurinn[3].

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Elena Kagan Biography“.
  2. „Elena Kagan“.
  3. „Elena Kagan“.