Jesse Owens
Jesse Owens (fæddur James Cleveland Owens 12. September 1913 - látinn 31. mars 1980) var bandarískur spretthlaupari, þekktastur fyrir að sigra 100 metra spretthlaup á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Owens fæddist í Oakville í Alabama. Foreldrar hans voru Henry og Emma Owens, þau voru fátæk en gátu veitt Jesse og 9 systkinum hans gott uppeldi.
Þegar Jesse var 9 ára flutti fjölskyldan til Cleveland í Ohio í leit að betri lífskjörum. Hann gekk í skóla í Cleveland og útskrifaðist frá East Cleveland tækniskólanum. Það var á framhaldsskólaárunum sem íþróttahæfileikar Owens komu í ljós. Þjálfari hans, Charles Riley, sá að Owens skaraði fram úr í spretthlaupi og langstökki.
Jesse var í 8. bekk þegar hann náði fyrsta heimsmeti sínu en ferillinn var bara rétt að byrja. Jesse hélt áfram að þróa sig sem frjálsíþróttamann og náði framúrskarandi árangri á háskólaárunum í ríkisháskóla Ohio.
Hann starfaði við ýmis láglaunastörf meðfram námi; sem þjónn, starfsmaður á bókasafni, hann vann í afgreiðslu á bensínstöð sem næturvörður.[1]
Sumarólympíuleikarnir 1936
[breyta | breyta frumkóða]Sumarólympíuleikarnir 1936 voru haldnir í Berlín í Þýskalandi og eru alræmdir fyrir að nasistar notuðu þá óspart í áróðursskyni. Einn eftirminnilegasti atburður á leikunum er þó ótrúleg frammistaða Jesse Owens sem vann til fjögurra gullverðlauna; í 100 metra og 200 metra spretthlaupi, langstökki og 4x100 metra boðhlaupi. Árangur hans stangaðist á við kynþáttafordóma nasista og var mikilvægt tákn gegn þeim. Sigrar Owens voru auk þess sérstæklega mikilvægir í ljósi spennu á milli kynþátta og aðskilnaðar sem ríkti í Bandaríkjunum á þessum tíma. Afrek hans voru þannig áfellisdómur yfir kynþáttafordómum bæði í Bandaríkjunum og Þýskalandi nasista.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Universsity Libraries. (e.d.). Growing up. Ohio State university. https://library.osu.edu/site/jesseowens/growing-up/
- Haley Bracken. (e.d.). Was Jesse Owens Snubbed by Adolf Hitler at the Berlin Olympics? . Britanica. https://www.britannica.com/story/was-jesse-owens-snubbed-by-adolf-hitler-at-the-berlin-olympics
- Jesse Owens. (2023, 5. november). Wikipedia. https://en.wikipedia.org/wiki/Jesse_Owens
- Holocaust Memorial Museum. (2023, 22, ágúst). THE NAZI OLYMPICS BERLIN 1936. Holocost encyclopedia. https://encyclopedia.ushmm.org/content/en/article/the-nazi-olympics-berlin-1936
- ↑ „Jesse Owens | Official Website | Track & Field Olympic Athlete“. jesseowens.com (bandarísk enska). Sótt 17. apríl 2024.