Fara í innihald

Tears for Fears

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Tears for Fears, 2017.

Tears for Fears er ensk popp/rokk-hljómsveit sem stofnuð var í Bath, árið 1981 af Roland Orzabal og Curt Smith.

Hljómsveitin var í byrjun bendluð við New Wave-stefnuna snemma á 9. áratugnum en fór síðar í rokk-átt. Önnur plata þeirra, Songs from the Big Chair (1985) fór á toppinn á Billboard 200-listanum í Bandaríkjunum og rokseldist einnig í Bretlandi. Lagið Everybody Wants to Rule the World er það þekktasta af þeirri skífu. Ósætti Smiths og Orzabal varð til þess að Smith yfirgaf hljómsveitina árið 1991 og gaf Orzabal út 2 plötur undir hljómsveitarnafninu án hans. Þeir sættust um árið 2000 og hafa gefið út plötur síðan ásamt því að fara í tónleikaferðalög.

Meðlimir

  • Roland Orzabal – Gítars, hljómborð og söngur (1981–)
  • Curt Smith – bassi, hljómborð og söngur (1981–1991, 2000–)

Fyrrum meðlimir

  • Manny Elias – trommur (1981–1986)
  • Ian Stanley – hljómborð, bakraddir (1981–1987)

Útgefið efni

Breiðskífur

  • The Hurting (1983)
  • Songs from the Big Chair (1985)
  • The Seeds of Love (1989)
  • Elemental (1993)
  • Raoul and the Kings of Spain (1995)
  • Everybody Loves a Happy Ending (2004)
  • The Tipping Point (2022)[1]

Aðrar plötur

  • Songs For A Nervous Planet (2024) - (Tónleikaplata + nokkur ný lög)

Tilvísanir

  1. „REVIEW: Tears for Fears return to moody pop on 'The Tipping Point'. RIFF Magazine (bandarísk enska). 21. febrúar 2022. Sótt 31. janúar 2023.