Tears for Fears
Útlit
Tears for Fears er ensk popp/rokk-hljómsveit sem stofnuð var í Bath, árið 1981 af Roland Orzabal og Curt Smith.
Hljómsveitin var í byrjun bendluð við New Wave-stefnuna snemma á 9. áratugnum en fór síðar í rokk-átt. Önnur plata þeirra, Songs from the Big Chair (1985) fór á toppinn á Billboard 200-listanum í Bandaríkjunum og rokseldist einnig í Bretlandi. Lagið Everybody Wants to Rule the World er það þekktasta af þeirri skífu. Ósætti Smiths og Orzabal varð til þess að Smith yfirgaf hljómsveitina árið 1991 og gaf Orzabal út 2 plötur undir hljómsveitarnafninu án hans. Þeir sættust um árið 2000 og hafa gefið út plötur síðan ásamt því að fara í tónleikaferðalög.
Meðlimir
- Roland Orzabal – Gítars, hljómborð og söngur (1981–)
- Curt Smith – bassi, hljómborð og söngur (1981–1991, 2000–)
Fyrrum meðlimir
- Manny Elias – trommur (1981–1986)
- Ian Stanley – hljómborð, bakraddir (1981–1987)
Útgefið efni
Breiðskífur
- The Hurting (1983)
- Songs from the Big Chair (1985)
- The Seeds of Love (1989)
- Elemental (1993)
- Raoul and the Kings of Spain (1995)
- Everybody Loves a Happy Ending (2004)
- The Tipping Point (2022)[1]
Aðrar plötur
- Songs For A Nervous Planet (2024) - (Tónleikaplata + nokkur ný lög)
Tilvísanir
- ↑ „REVIEW: Tears for Fears return to moody pop on 'The Tipping Point'“. RIFF Magazine (bandarísk enska). 21. febrúar 2022. Sótt 31. janúar 2023.