Fara í innihald

Paisley

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Anchor Mills er gott dæmi um vefnaðarverksmiðju sem reist var í Paisley á 19. öld.

Paisley (framburður: /ˈpeɪzli/; skosk gelíska: Pàislig) er bær í Renfrewshire í vesturhluta Skotlands. Til austurs liggur Glasgow, ekki langt frá bænum. Paisley er fimmta stærsta byggðin í Skotlandi en hefur ekki hlotið borgarstöðu. Íbúar voru um 77.000 árið 2020.

Mikilvægi bæjarins jókst á 12. öld þegar klaustri var komið á laggirnar þar. Fyrir 19. öld var Paisley orðinn mikilvæg miðstöð vefnaðariðnaðarins, en bærinn er nafni Paisley-sjalsins og Paisley-mynstursins. Bærinn var kenndur við róttækni, en mótmæli vefara leiddu til svokallaða Róttæknistríðsins árið 1820. Fyrir 1993 hafði öllum vefnaðarverksmiðjum í bænum verið lokað, en sögu iðnaðarins er gerð góð skil á minjasöfnum bæjarins.

Knattspyrna

St Mirren er knattspyrnulið Paisley.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.