Fara í innihald

Lilja Alfreðsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Lilja Alfreðsdóttir (LA)
Menningar- og viðskiptaráðherra Íslands
Í embætti
28. nóvember 2021 – 21. desember 2024
ForsætisráðherraKatrín Jakobsdóttir
Bjarni Benediktsson
ForveriNýtt ráðuneyti
EftirmaðurRáðuneyti skipt upp
Mennta- og menningarmálaráðherra Íslands
Í embætti
30. nóvember 2017 – 28. nóvember 2021
ForsætisráðherraKatrín Jakobsdóttir
ForveriKristján Þór Júlíusson
EftirmaðurÁsmundur Einar Daðason (mennta- og barnamálaráðherra)
Utanríkisráðherra Íslands
Í embætti
8. apríl 2016 – 11. janúar 2017
ForsætisráðherraSigurður Ingi Jóhannsson
ForveriGunnar Bragi Sveinsson
EftirmaðurGuðlaugur Þór Þórðarson
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2016 2024  Reykjavík s.  Framsóknarfl.
Persónulegar upplýsingar
Fædd4. október 1973 (1973-10-04) (51 árs)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurFramsóknarflokkurinn
Æviágrip á vef Alþingis

Lilja Dögg Alfreðsdóttir (f. 4. október 1973) er íslensk stjórnmálakona sem að hefur verið varaformaður Framsóknarflokksins frá 2016.[1] Hún var þingmaður frá 2016 til 2024. Hún var menningar- og viðskiptaráðherra frá 2021 til 2024. Áður var hún utanríkisráðherra frá 2016 til 2017 og menntamálaráðherra frá 2017 til 2021.

Lilja lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1973, BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og lauk síðar MA-gráðu í alþjóðahagfræði frá Columbia háskóla í Bandaríkjunum og hefur starfað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabanka Íslands og var efnahagslegur ráðgjafi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.

Lilja var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks 2016-2017 og hefur verið varaformaður Framsóknarflokksins síðan í október 2016, var mennta- og menningarmálaráðherra frá 2017-2021 og er menningar- og ferðamálaráðherra frá 2021.

Lilja er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar fyrrum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins og Guðnýjar Kristjánsdóttur prentsmiðs. Lilja er gift Magnúsi Óskari Hafsteinssyni, hagfræðingi í fjármálaráðuneytinu og eiga þau tvö börn.

Í könnun sem gerð var á ánægju kjósenda með ráðherra í ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur í apríl 2019 mældist Lilja vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar.[2]

Í alþingiskosningunum 2024 datt hún út af þingi.

Heimildir

  1. Sex karlar og fimm konur“, RÚV, 30. nóvember 2017.
  2. „Þrjár konur vinsælustu ráðherrarnir á Íslandi“. Kjarninn. 27. apríl 2019. Sótt 28. apríl 2019.


Fyrirrennari:
Gunnar Bragi Sveinsson
Utanríkisráðherra Íslands
(7. apríl 2016 – 11. janúar 2017)
Eftirmaður:
Guðlaugur Þór Þórðarson
Fyrirrennari:
Kristján Þór Júlíusson
Mennta- og menningarmálaráðherra Íslands
(30. nóvember 2017 – 28. nóvember 2021)
Eftirmaður:
Ásmundur Einar Daðason
(mennta- og barnamálaráðherra)
Fyrirrennari:
Ráðuneyti stofnað
Menningar- og viðskiptaráðherra Íslands
(28. nóvember 202121. desember 2024)
Eftirmaður:
Ráðuneyti lagt niður


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.