Fara í innihald

Kalsín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
  Magnesín  
Kalín Kalsín Skandín
  Strontín  
Efnatákn Ca
Sætistala 20
Efnaflokkur Jarðalkalímálmur
Eðlismassi 1550,0 kg/
Harka 1,75
Atómmassi 40,078 g/mól
Bræðslumark 1115,0 K
Suðumark 1757,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form (meðseglandi)
Lotukerfið

Kalsín eða kalsíum (úr latínu calcis, „kalk“) er frumefni með efnatáknið Ca og sætistöluna 20 í lotukerfinu. Kalsín er mjúkur grár jarðalkalímálmur sem er notaður sem afoxari við útdrátt á þóríni, sirkoni og úrani. Þetta er einnig fimmta algengasta frumefnið í skorpu jarðar. Það er líka fimmta algengasta uppleysta jónin í sjó á eftir natríni, klóríði, magnesíni og súlfati.

Vegna þess hversu hvarfgjarnt kalsín er finnst það ekki hreint í náttúrunni. Það er algengast í steinefnum eins og kalsíti, dólómíti og gifsi. Kalk, sem er eitt form kalksteins, er aðallega úr kalsíti. Kalsín er nauðsynlegt lífverum, sérstaklega í lífeðlisfræði frumna. Kalsín er uppistaðan í beinum og er því algengasti málmurinn í mörgum dýrum.

Einkenni

Kalsín er hvarfgjarn, silfurlitaður málmur sem oxast auðveldlega í snertingu við loft og myndar þá gráhvíta oxíð- og nítríðhúð. Það er mjúkur málmur, en er þó ekki eins mjúkt og t.d. blý.

Notkun

Efnahvörf

Í snertingu við vatn myndar kalsín hýdroxíð (kalkvatn). Hvarfið er mjög útvermið og þess vegna getur kviknað í því vetni sem myndast. Kalsín hvarfast við vatn samkvæmt efnajöfnunni:

Ca + 2H2O → Ca(OH)2 + H2
  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.