Hið íslenska Biblíufélag
Útlit
Hið íslenska Biblíufélag er félag sem var stofnað 10. júlí 1815 til að vinna að útgáfu og útbreiðslu Biblíunnar á Íslandi. Félagið var stofnað fyrir tilstuðlan ensks manns, Ebenezer Henderson, sem hér var á ferð um þær mundir að tilhlutan hins volduga enska biblíufélags. Félagið er elsta starfandi félag á Íslandi.[1]
Tilvísanir
- ↑ „Upphaf Hins íslenska biblíufélags“. Hið íslenska biblíufélag. Sótt 10. október 2023.