Fara í innihald

Hertogadæmið Slésvík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Hertogadæmið Slésvík árið 1650

Hertogadæmið Slésvík var hertogadæmi sem náði yfir Suður-Jótland frá 12. öld þegar titillinn jarl af Slésvík kemur fyrst fyrir, til 1866 þegar hertogadæmið varð hluti af prússneska héraðinu Slésvík-Holtsetaland. Höfuðborg hertogadæmisins var borgin Slésvík.

Nafnið Slésvík var notað frá því á miðöldum yfir landsvæðið milli Konungsár og Egðu. Á 12. öld urðu Ellumsýsla, Barvidsýsla og Istedsýsla landamærahéruð milli Danmerkur og Þýskalands og var jarl settur yfir þau. Fyrsti jarlinn sem nefndur er í heimildum er Knútur lávarður sem var jarl frá 1115 til 1131. Hann var líka sá fyrsti sem notaðist við titilinn hertogi.

Á 13. öld bast hertoginn greifanum af Holtsetalandi og á 15. öld heyrðu bæði lénin undir sama mann. Hertoginn hafði mikil völd gagnvart Danakonungum, gat innheimt eigin skatta, slegið mynt og haldið þing. Þegar Kristján 1. komst til valda náði hann hertogadæminu á sitt vald og næstu ár var því skipt milli sona hans. Til að byrja með var samstjórn Danakonungs og hertoga yfir hertogadæminu en í Þrjátíu ára stríðinu slitnuðu þessi tengsl þegar hertoginn í Gottorp-höll gerði bandalag við Svíakonung. Á 18. öld náði Danakonungur að leggja hertogadæmið undir sig og hertogatitillinn varð einn af titlum konungs.

Danir misstu hertogadæmin Slésvík, Holtsetaland og Lauenburg í kjölfar Annars Slésvíkurstríðsins árið 1864. Eftir ósigur Þjóðverja í Fyrri heimsstyrjöld var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla í Slésvík sem leiddi til þess að landinu var skipt í Mið-Slésvík, sem valdi að vera áfram hluti af Þýskalandi, og Norður-Slésvík, sem varð hérað í Danmörku.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.