Fara í innihald

Byggðasafn Árnesinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Byggðasafn Árnesinga er safn á Suðurlandi. Það var opnað á Selfossi í júlí 1964 en Skúli Helgason fræðimaður frá Svínavatni í Grímsnesi hafði þá í tæpan áratug safnað merkum gripum úr héraðinu.

Byggðasafnið flutti starfsemi sína á Eyrarbakka árið 1995 og er það nú með grunnsýningu sína í Húsinu á Eyrarbakka. Það rekur Sjóminjasafnið á Eyrarbakka og er með Almúgahúsið Kirkjubæ einnig til sýnis. Einnig rekur safnið Rjómabúið á Baugsstöðum. Héraðsnefnd Árnesinga, byggðasamlag átta sveitarfélaga Árnessýslu, er eigandi safnsins.