Fara í innihald

Ferdinand 2. af Aragóníu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 26. september 2023 kl. 14:09 eftir Snævar (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. september 2023 kl. 14:09 eftir Snævar (spjall | framlög) (fjarlægði Flokkur:Konungar Spánar; bætti við Flokkur:Einvaldar Spánar með HotCat)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Skjaldarmerki Trastámara Konungur af Aragóníu og Kastilíu
Trastámara
Ferdinand 2. af Aragóníu
Ferdinand II
Ríkisár 20. janúar 1479 –

23. janúar 1516

KjörorðTanto monta, Isabella como Ferdinand
Fæddur10. mars 1452
  Sos, Konungsríkið Aragónía
Dáinn23. janúar 1516 (63 ára)
 Madrigalejo, Extremadura
GröfDómkirkjan í Granada
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Jóhann II af Aragóníu
Móðir Jóhanna Enríques
Drottningar Ísabella I af Kastilíu (g. 1469-d. 1504)
Germaine af Foix (g. 1506)
Börn Alfonsó, erkibiskupinn af Zaragoza og varakonungur Aragóníu (ólögmætur)
Jóhann, furstinn af Astúría
Ísabella, drottning Portúgals
Jóhanna, drottningin af Aragóníu og Kastilíu
María, drottning Portúgals
Katrín, drottning Englands

Ferdinand II (aragónsku: Ferrando; katalónsku: Ferran; basknesku: Errando; spænsku: Fernando) (10. mars 145223. janúar 1516) var konungur af Aragóníu frá 1479 til dauðadags 1516. Sem eiginmaður Ísabellu I af Kastilíu, var hann einnig konungur Kastilíu frá 1475 til 1504 (sem Ferdinand V). Með hjónabandi þeirra var Spánn sameinað og ríktu þau saman yfir landinu. Ferdinand er í raun talinn fyrsti konungur Spánar þó að ríkin tvö, Kastilía og Aragónía, væru enn lagalega séð sitthvort konungsdæmið en það var ekki fyrr en á árunum 1707 til 1716 sem ríkin tvö runnu formlega saman í eitt.

Aragónska krúnan sem Ferdinand erfði árið 1479 réði yfir Konungsríkinu Aragóníu, Konungsríkinu Valensíu, Konungsríkinu Majorka, Konungsríkinu Sardiníu, Konungsríkinu Sikiley auk Furstadæmisins af Katalóníu. Hjónaband Ferdinands og Ísabellu er talið hornsteinninn að fullri sameiningu Spánar. Ferdinand og Ísabella áttu auk þess stóran þátt í evrópsku nýlenduvæðingu Ameríku, en þau styrktu fyrstu ferð Kristófers Kólumbusar árið 1492. Sama ár sigruðu hjónin Granada, síðasta vígi mára í vestur-Evrópu.

Ferdinand og Ísabella stjórnuðu árángursríku veldi sínu á jafningjagrundvelli. Þau gerðu hjúskaparsamning sín á milli sem listaði skilmála þeirra beggja. Í valdatíð þeirra studdu þau við hvort annað á áhrifaríkan hátt í samræmi við kjörorð sitt: „Tanto monta, Isabel como Fernando“ („Þau eru það sama, Ísabella og Ferdinand“). Afrek hjónana voru mikil: Spánn var sameinað, að minnsta kosti sameinaðra en nokkru sinni fyrr; vald krúnunnar var miðstýrt, í það minnsta að nafninu til; Þau kláruðu að endurheimta allt það landsvæði sem hafði tapast til Máranna; Lagður var grunnur að sterkasta herafli næstu einnar og hálfar aldar; búinn var til lagarammi; staðið var að kirkjuumbótum. Jafnvel án alls þess ávinnings sem fólst í nýlenduvæðingu Ameríku, þá hefði Spánn samt verið stórveldi í Evrópu. Landafundir Kólumbusar setti landið á braut þess að verða fyrsta stórveldi nútímans.

Ferdinand var konungur Kastilíu þar til Isabella lést, árið 1504 en þá varð dóttir þeirra, Jóhanna, drottning. Það sama ár, eftir stríð við Frakkland, sigraði Ferdinand Konungsríkið Napólí. Árið 1507 varð hann ríkisstjóri Kastilíu fyrir hönd Jóhönnu, sem var sögð vera í andlegu ójafnvægi. Árið 1506, sem partur af sáttmála við Frakkland, kvæntist Ferdinand Germaine af Foix, en þau komu aldrei barni á legg. Árið 1512 sigraði hann Konungsríkið Navarra, þannig réði hann yfir öllum svæðum sem mynda Spán í dag til dauðadags árið 1516. Jóhanna erfði Ferdinand, þó bara að nafninu til, því fljótlega var það Karl I (seinna Karl V keisari Hins heilaga rómverska keisaradæmis), sonur hennar sem fór með raunveruleg völd.