Fara í innihald

Rúnar Gunnarsson - Lagasmiður og söngvari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 27. maí 2022 kl. 22:40 eftir Snaevar-bot (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. maí 2022 kl. 22:40 eftir Snaevar-bot (spjall | framlög) (færa hljóðskrá using AWB)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Rúnar Gunnarsson - Lagasmiður og söngvari
Bakhlið
SG - 065
FlytjandiRúnar Gunnarsson
Gefin út1973
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Rúnar Gunnarsson - Lagasmiður og söngvari er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1973.

  1. Gvendur á Eyrinni - Lag - texti: Rúnar Gunnarsson - Þorsteinn Eggertsson
  2. Fyrir þig - Lag - texti: Rúnar Gunnarsson - Þorsteinn Eggertsson
  3. Konur - Lag - texti: Rúnar Gunnarsson - Þorsteinn Eggertsson
  4. Villtir strengir - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson - Loftur Guðmundsson
  5. Kling-Klang - Lag - texti: Þórir Baldursson - Ólafur Gaukur
  6. Fáð´ér sykurmola - Lag - texti: Rúnar Gunnarsson - Ólafur Gaukur
  7. Það er svo undarlegt með unga menn - Lag - texti: Rúnar Gunnarsson - Ólafur Gaukur
  8. Leyndarmál - Lag - texti: Þórir Baldursson - Þorsteinn Eggertsson
  9. Hvers vegna - Lag - texti: Rúnar Gunnarsson - Þorsteinn Eggertsson
  10. Ship-O-hoj - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson - Loftur Guðmundsson
  11. Konungur í Kína - Lag - texti: Rúnar Gunnarsson - Ólafur Gaukur
  12. Blítt og létt - Lag - texti: Oddgeir Kristjánsson - Árni úr Eyjum


Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Rúnar Gunnarsson vakti á sér athygli kornungur fyrir sinn sérstœða söngstíil í hljómsveitinni Dátum eins og heyra má í lögunum á fyrri plötu Dáta Leyndarmál og Kling-Klang. Á síðari plötu Dáta sýndi hann á sér alveg nýja hlið, þar sem hann kom fram sem ferskur og fjölhœfur lagasmiður með lagið Gvendur á eyrinni þar fremst, sem náði miklum vinsœldum. Einnig var hann nú orðinn sólógítarleikari með Dátum á þessari plötu. Önnur lög hans á þeirri plötu voru Fyrir þig, Konur og Hvers vegna. Með hljómsveit Ólafs Gauks söng Rúnar fyrst og fremst. Er söngur hans í lögum Oddgeirs Kristjánssonar sérlega skemmtilegur þó einhver hefði haldið, að flutningur á sjómannalögum eins og Ship-O-Hoj œtti ekki við Rúnar. En í hljómsveit Ólafs Gauks hélt Rúnar áfram að semja og þar kynnti hann og gerði vinsœlt lag sitt Það er svo undarlegt með unga menn. — Frá því að Rúnar Gunnarsson féll frá í blóma lifsins hafa hinir mörgu aðdáendur hans og vinir um land allt stöðugt spurt eftir eldri plötum hans, sem nú eru ekki lengur til. Því hafa SG-hljómplötur dregið saman á eina plötu það sem hann skyldi eftir sig hljóðritað þar. Tvö lög af fyrri fjögurra laga plötu Dáta. Öll lögin af síðari fjögurra laga plötu Dáta og síðan sex lög af þremur plötum, sem Rúnar gerði með hljómsveit Ólafs Gauks.