Fara í innihald

Menningarbyltingin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 13. apríl 2021 kl. 02:20 eftir TKSnaevarr (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. apríl 2021 kl. 02:20 eftir TKSnaevarr (spjall | framlög)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Úr balletnum Rauðu kvennasérsveitinni, vinsælasta verkinu á tímum menningarbyltingarinnar.

Menningarbyltingin var gagnger umbreyting í samfélagi og stjórnmálum Kína á árunum 1966 til 1976 sem Maó Zedong, leiðtogi Kína, kom af stað. Í menningarbyltingunni glataðist mikið af hinni hefðbundnu kínversku menningarfleið og hún olli glundroða í kínversku samfélagi og hagkerfi.

Áætlun Maós um framfarastökkið 1958–61 hafði misheppnast hrapallega og neyddist hann til að stíga til hliðar sem leiðtogi Kína 1959. Hófsamari eftirmenn hans sneru við miklu af því sem Maó hafði gert. Maó náði aftur völdum 1966 og vildi meina að frjálslynd borgaraleg öfl höll undir kapítalisma væru að koma sér fyrir á öllum stigum kínversks samfélags og stjórnkerfis. Vegna þess kom Maó af stað hreyfingu sem átti að umbreyta samfélaginu öllu.

Til þess að Kína gæti tekið framförum þótti Maó nauðsynlegt að útrýma fjórum gömlum hlutum: gömlum siðum, gamalli menningu, gömlum vönum, og gömlum hugmyndum. Sér í lagi réðst hann gegn hinni hefðbundnu Konfúsíusarstefnu og mikið af hefðbundinni kínverskri menningararfleið og fornminjum glataðist á þessum árum.

Maó vildi ekki að Kína þróaðist sömu átt og Sovétríkin að ný stétt embættismanna færi með öll völd. Hann vildi því virkja alþýðuna í að ráðast gegn oki embættisstéttarinnar. Sér í lagi virkjaði hann ungar stúdentahreyfingar, rauðu varðliðina. Milljónir urðu fyrir ofsóknum og margir voru fangelsaðir. Maó hreinsaði burt pólítíska andstæðinga sína og kom á sterkri persónuleikadýrkun á sjálfum sér meðal almennings. Meðan á menningarbyltingunni stóð var nær öllum skólum og háskólum í Kína lokað. Ungu menntafólki var skipað að flytjast út á landsbyggðinna og vinna erfiðisvinnu.

Árið 1969 lýsti Maó því yfir að menningarbyltingu sinni væri lokið, en almennt er lokaár byltingarinnar sagt vera árið 1976, þegar Maó lést og ný stjórn tók við í Kína.

  • „Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?“ Sverrir Jakobsson. Vísindavefurinn, 20. október 2005.
  • „Mannhatur og tvöfeldni“ Arnór Hannibalsson; Alþýðublaðið, 19. júlí 1996.
  • „Í menningarbyltingunni í Kína var mannát stundað í nafni hugmyndafræði: Hlið vítis opnuðust“; Morgunblaðið; 152. tölublað; 7. júlí 1996.
  • Magnús Torfi Ólafsson (1. desember 1967). „Menningarbyltingin í Kína“. Samvinnan. bls. 42-45.
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.