Alexandre Dumas eldri
Útlit
Alexandre Dumas, père, upphaflega Dumas Davy de la Pailleterie (24. júlí 1802 – 5. desember 1870) var franskur rithöfundur, best þekktur fyrir sögulegar skáldsögur sínar sem hafa gert hann að einhverjum víðlesnasta höfundi heims. Sögur hans (s.s. D'Artagnan-bækurnar og Greifinn af Monte Cristo) komu gjarnan fyrst út sem bókaraðir eða framhaldssögur í tímaritum og dagblöðum. Hann skrifaði einnig mörg leikrit og blaðagreinar. Dumas var sonur Thomas-Alexandre Dumas, herforingja frá Haítí sem hafði barist í frönsku byltingarstríðunum við hlið Napóleons.
Einn sonur hans og alnafni gerðist einnig rithöfundur og eru þeir því nefndir Alexandre Dumas eldri (père - faðir, á frönsku) og Alexandre Dumas yngri (fils - sonur).
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Alexandre Dumas eldri.