Fara í innihald

Hvíldarþjálfun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 3. október 2019 kl. 11:02 eftir Holder (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. október 2019 kl. 11:02 eftir Holder (spjall | framlög) (corr using AWB)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Hvíldarþjálfun er slökunartækni byggð á sjálfsefjun. Hún var þróuð af þýska geðlækninum Johannes Heinrich Schultz úr dáleiðslu og fyrst gefin út á bók árið 1932. Tæknin felur í sér daglegar æfingar sem eru í kringum 15 mínútur, oftast á morgnana, í hádeginu eða á kvöldin. Í hverri æfingu notar iðkandinn ímyndunarafl sitt eða hughrif (sefjun) sem valda slökun. Hverja æfingu er hægt að stunda í mismunandi stellingum (t.d. liggjandi, sitjandi eins og í hugleiðslu, sitjandi eins og vagnekill o.s.frv). Schultz leggur áherslu á hliðstæður tækninnar í jóga og hugleiðslu. Hins vegar er hvíldarþjálfun, ólíkt sumum tegundum jóga og hugleiðslu, algjörlega óskyld dulspeki. Hún er aðferð til að hafa áhrif á ósjálfráða taugakerfið.


Hvíldarþjálfun er skipt í þrjú stig:

1. Grunnstig: Tækni sem hefur áhrif á ósjálfráða taugakerfið.

2. Miðstig: Hér notar maður formúlur til þess að hafa áhrif á hegðun manns.

3. Efsta stig: Nýtir ómeðvituð svæði iðkandans.


Hvíldarþjálfun er hugsuð fyrir heilbrigt fólk og þá helst fyrir þá sem stunda íþróttir, stjórna fyrirtækjum, stunda nám og til þess að koma í veg fyrir ýmis sálvefræn veikindi (e. psychosomatic illness). Heilbrigt fólk notar aðallega aðferðir grunn- og millistigs, en hér verður aðeins fjallað um grunnstigið. Læknisfræðilegar frábendingar (e. medical contraindications) gilda ef maður er með hjartasjúkdóm (t.d. hjartadrep), sykursýki, gláku, flogaveiki, geðsjúkdóm (t.d. geðklofa) eða misnotar áfengi eða lyf.

Grunnstíg:

[breyta | breyta frumkóða]

Grunnstig í hvíldarþjálfun samanstendur af sex æfingum, þ.e. upplifun þyngdar ("vöðvaslökun"), upplifun hitans ("æðaslökun"), stilling hjartsláttar ("hjartastjórn"), öndunarstilling ("öndunarathugun"), hitatilfinning í kviðnum ("stjórn kviðarhólslíffæra") og svalatilfinning á enni ("hugað að höfðinu").

Allar þessar sex æfingar er byggar á tilhugsun iðkanda um rólegt ástand líkamans, enda byggist árangur með hvíldarþjálfun á þeirri forsendu að rólegt ástand líkamans getur valdið róandi andlegt ástand. Nú verður fjallað nánar um þær, sem maður lærir á innan við 6 til 8 vikum, oftast í hópum, undir leiðsögn læknis, sálfræðings eða sérstaks hvíldarþjálfunar-leiðbeinanda.

Æfingarnar:

[breyta | breyta frumkóða]

1. æfing: Vökvaslökun

2. æfing: Æðaslökun

3. æfing: Hjartastjórn

4. æfing: Öndunaraðhugun

5. æfing: Stjórn kviðarhólslíffæra

6. æfing: Hugað að höfðinu



1. Schultz, Johannes Heinrich, 1884-1970: Hvíldarþjálfun : æfingabók / eftir J. H. Schultz ; [Yngvi Jóhannesson þýddi]. [Reykjavík] : Ísafoldarprentsmiðja, 1968.