John Betjeman
Útlit

Sir John Betjeman (28. ágúst 1906 - 19. maí 1984) var enskt skáld, rithöfundur og útvarps- og sjónvarpsmaður. Hann hóf feril sinn sem blaðamaður, en varð síðan frægt ljóðskáld. 1972 var hann valinn lárviðarskáld Bretlands.
John Betjeman hafði mikinn áhuga á byggingarlist og sérstaklega gömlum byggingum með sögu. Hann var t.d. helsti liðsoddur þeirra sem vildu friða gömul hús víða í Bretlandi. Hann átti þátt í að bjarga mörgum húsum t.d. gömlu viktóríönsku ráðhúsi í smábæ einum, en þar átti að reisa neðanjarðarbílastæði.